Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 11
Kirkjuritið. Trúin á upprisu Krists. 145 ekki Jcngur í. Upprisutrúin er reist á því, sem jákvætt er, a undri, á því, sem lærisveinarnir og konurnar fengu að reyna, þegar hugur þeirra var hjúpaður myrkri. Upprisu- trúin grundvallast á því, að Jesú birtist lærisveinum sín- um. Hér er einnig sviðið opið fyrir mannsandann, til þess að leita fyrir sér af einlægni og setja þessar sýnir og op- uiberanir í samband við almannareynslu vora og atbug- anir og ályktanir vísindanna á líkum fyrirbrigðum og skyldum, enda þótt þau séu mjög ófullkomin. En bér kemur það fyrir lítið að nema staðar við þessar tilraunir bl nánari skýringar á því, bvernig trú lærisveinanna reis Ur gröf vonbrigða og örvæntingar upp til nýs og dýrðlegs bfs fyrir kraft Guðs, dásemdarundur hans. Staðreyndin stendur stöðug. Þótt vísindunum veitist erfitt að skýra bana, þó leiðir engan veginn af því, að réttmætt sé að þurka hana út lir annálum mannkynssögunnar, eins og bún hafi ekki getað átt sér stað og sé óhugsandi. Þá hlyti óll sagan eftir jarðlif Krists að umsteypast. Drottinn dýrð- arinnar tók aftur í sínar hendur valdið yfir sálum læri- sveina sinna, og ríki lians hefir breiðst út meðal mann- anna við starf þeirra og annara veikra þjóna hans. „Er eg verð hafinn frá jörðu mun ég draga alla til mín“ (Jóh. ^2,31). Starfi frelsarans lauk ekki á krossinum. Hann gekk frá dauðanum lil lífsins. Öll kné skulu beygja sig i Jesú nafni. En sonurinn er einnig þjónn hans, sem er meiri en hann og allir aðrir. „Hann mun selja rikið Guði °g föðurnum í hendur, er hann hefir að engu gjört sér- hverja tign, sérhvert veldi og kraft. Því að honum ber að ríkja, unz hann leggur alla féndurna undir fætur hans. Öauðinn er síðasti óvinurinn, sem verður að engu gjörð- Ur> l)ví alt hefir hann lagt undir fætur honum. En þegar bann segir, að alt hafi verið lagt undir hann, er augljóst, að hann er undanskilinn, sem lagði alt undir hann. En þegar alt er lagt undir hann, þá mun og sonurinn sjálfur leggja siS budir þann, er lagði alla hluti undir hann, til þess að Guð sé alt í öllu“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.