Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 30
Apríl. Lög á móti lögum. „Meö lögum skal land byggja, en með ólögum eyða“, segir gamalt málstæki, sem hingað til hefir þótt gott og gilt spakmæli. Samkvæmt þessu spakmæli ætti nú að vera mjög svo langl frá landauðn eða þjóðmenningar-, sjálfstæðis- og farsældar- eyðingu íslands og ibúa þess. Þvi að svo margt og mikið er og gerist hér nú um lagagerð og lög bæði að fornu og nýju, en þó allra mest og flest um nýju lögin, um alt mögulegt eða jafn- vel hugsanlegl, stórt og smátt, varðanda einstaklinga jafnt og almenning, og altaf á livcrju j)ingi, og einatt einnig utan þinga, eru að bætasl ný og ný lög við lög, og lög ofan á lög; og bráðum má búast við lagabálki um það, hvar og hvernig hver einn landi eigi eða megi sitja og standa, éta og drekka o. s. frv., lieima hjá sér og annars staðar, og síðan lögum og reglugerðum um opin- bert embættaeftirlit með því. En látum nú þetta alt vera, ef öll þessi lög eru eða verða nauðsynleg og sniðin eftir sönnum þörfum og jafnframt i sam- ræmi við alment, náltúrlegt og heilbrigt manneðli, svo að mann- legt vit, skynsemi og samvizka verffi að fallast á þau sem góð og gagnleg fyrir mannlegt félag, ef þeim væri eða yrði vel hlýtt eða fram fylgt, og þau þá væri jafnframt samkvæm bæði sjálf- um sér og sin á milli. En ef eða þegar út af þessu ber, meir eða minna, hvað verður þá úr allri lagagerðinni? Hlýtur hún þá ekki að verða að miður lystugri og miður hollri grautargerð, og hin sundurþykku lög að ólögum til ófarnaðar? Lagamergðin og gerðin liér mun nú líka vera orðin svo mikil, margbrotin og flókin, að fár eða enginn fær munað eða skilið lil fulls, og má l)að því teljast náttúrlegt og afsakanlegt, að sitt hvað rekist á og verði innbyrðis ósamrýmanlegt, ýmist vegna minnisleysis eða þá flausturs við hina mörgu og miklu lagagerð, enda sést og heyrist ofl og víða um það kvartað og kærl, að ýms af lögunum séu ýmist sjálfum sér sundurþykk eða komi i meiri eða minni bága við önnur lög. Þetta finst mér næstum því vork- unnarmál, að því er snertir hina mýmörgu lagagerð um minni háttar mál, ef hún annars endilega þarf að vera svona óvið-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.