Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 32
Ó. V. Lög á móti lögum.
Apríl.
ÍÖÖ
eldri eða yngri'? Eða hvernig að hlýða báðuni jafnt og sam-
hliða? Mér fyrir mitt leyti hefir þó fundist og enda sýnst og
heyrst, að þessar nýmóSins kosningar hafi ekki verið neinar
sérlegar guðræknisalhafnir, fremur en áður var, nema síSur
væri; því að fleiri en áður hafa gengið gramir til þessara kosn-
inga vegna tilfinningarinnar fyrir helgideginum, sem þeim finst
vera vanhelgaður.
En hvaða þörf eða nau&sun var eða er það, sem rak eða rekur
til þessarar vanheiðrunar og vanhelgunar hvíldar- og helgidags-
ins gegn skýlausri gildandi helgihaldslöggjöf, og gegn trúar-
legri og siðferðilegri þörf eða tilfinningu fjölda fólks? Var eða
er það vegna þess, að atvinna háttvirtra kjósenda í allri stétt
sé svo mörg og mikil og aðkallandi þessi árin, að eigi megi miss-
ast frá henni einn einasti rúmhelgur eða virkur dagur einu sinni
á þremur eða fjórum árum, eða þótt oftar væri? Æ, nei, því
miður! Því að miklu meira en nú var að gera hér áður fyr, með-
an löggjöfin lét helgidaginn í friði, og komst þó alt af fyrir því.
Þetta getur því ómögulega verið ástæðan, enda engin lífsbjarg-
arþörf eða nauðsyn sýnileg né skiljanleg til þessa „löglega4*
helgidagslögbrots. En hver er eða getur verið ástæðan eða
„meiningin“ eða tilgangurinn með þessu lögskipaða lögbroti?
Er hún sú, að þetta sé fyrirmyndarregla annara merkisþjóða,
I. d. Rússa? Eða þá sú, að þóknast þeim „háttvirtu" kjósendum,
sem reyndar vilja hafa hvíldardag og daga, en hirða lítt eða ekk-
ert um drottinlegan helgidag né andlegar íhuganir eða athafn-
ir? Ellegar þá sú, að stíga með þessu spori í hina rússnesku
guðs- og trúarafneitunarátt, og smávenja liina guðræknu, trú-
ræknu og kirkjuræknu, sem eftir eru, í sömu áttina? Eða er or-
sökin hreint og beint hugsunarleysi eða hirðuleysi um orsakir
og afleiðingar? Ég veit það ekki og skil ekki heldur. En helzt
vildi ég mega trúa, að hér sé um athugaleysi að ræða.
En hverjar svo sem þessar ástæður eða ætlanir löggjafanna
og ríkisstjórnendanna kunna að vera, þá vildi ég nú hér með
leyfa mér, i minu nafni, og margra annara, að mælast til, a&
hætt verSi nú við yfir höfuð að semja, samþykkja, staðfesta og
framkvæma lög ú móti lögum, hvort heldur er eftir anda eða
bókstaf, og aS því er „þriSja boSorSiS“ snertir og helgidagalög-
gjöfina sérstaklega, þá sé og verði hún alveg látin í friSi, og alt
þaS úr öSrum lögum numið, og þar á meðal úr kosningalög-
unum nú, sem brýtur í bág við hana, og aS liiS opinbera lati
með öllu afskiftalaust, hvort eða hvernig hver og einn ríkis-
þegn „heldur hvíldardaginn heilagan“ eða rækir trú sína og
helgar tíðir að svo miklu leyti, sem ekki brýtur í bága við borg-