Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 42
176 Erlendar fréttir. Apríl. inni, þá tekur einnig að verða vart þeirrar viðleitni á Norður- löndum, að innrœta nemendum skólanna hug á þvi búast í varn- arstríð. Vér teljum alla slika viðleitni, hvort heldur eru heræf- ingar eða önnur uppeldisáhrif í stríðsanda, miða að því að myrkva andlegt líf barna og unglinga og spilla þvi trausti á mann- kærleikanum, sem skólarnir leitast við að innræta þeim. Það er því skylda vor, að rísa eindregið gegn allri þessháttar van- helgun á rétti skólanna — enda þótt hart sé í heimi — og halda áfram uppeldisstarfinu í samræmi við markmið uppeldisins sjálft, markmiðið að efla þroska mannanna til skilnings á æðstu verðmætum iifsins og gjöra þá albúna þess að vinna að friði og góðvild í heiminum.“ Barnafræðsla í guðleysi á að verða tekin upp á þessu ári í öllum skólum í Sovét-Rúss- landi. En varla mun batna við ]>að vandræðaástandið, sem nú er þar í barnaskólum. Margir foreldrar t. d. taka dætur sínar úr þeim og gifta þær 13—14 ára gamlar. Alheimsfundur fyrir kristinn æskulýð verður haldinn 24. júli—2. ágúst næsta sumar í Amsterdam. Undirbúningur undir fundinn hefir þegar staðið í 2 ár. Aðal- umræðuefni hans verður um viðhorf æskulýðsins til vandamála veraldarinnar nú á dögum, eða „Kristur sigurvegarinn", eins og komist er að orði í fundarboðinu. Handrit um drotninguna frá Saba, ævafornt, hefir fundist nýlega í musterinu í Aseum. Það er með myndaletri Abessyniu og skýrir frá drotningu þessari, sem fór á fund Salómós til þess að kynnast speki hans og færa hon- um veglegar heiðursgjafir. Ennfremur hafa fundisl nokkurar steinflögur, sem ristnar eru á myndir til þess að lýsa bréfa- skiftum milli þeirra Salómós. Á þeiin sést, að drotningin hefir heitið Makido, þ. e. „sú, sem er ávalt hrein“, og verið eingyðis- Irúar. Þessar fornleifar eru taldar mjög merkar frá sjónarmiði menningarsögunnar. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa lield- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimlu annast séra P. Ilelgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, simi 4776, Reykjavik.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.