Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 26
Apríl.
Víg Ámunda*).
Hin blíða sumarsólin á heiðum himni skein
og hlýja geisla sendi að verma grund og stein.
bað hvíldi ró og friður um hlíð og dal og strönd,
svo hýr sem ungbarn dreymi um kæra móðurhönd.
í fagurgrænum hvammi und hárri hamrabrún
var hrörlegt kot og lítið, en kringum slegið tún,
þar Iéku nokkur smábörn svo ánægð, frjáls og frí,
sem fyrir engu kviðu þau heimi þessum í.
En neðar, skamt frá kotinu, unnu tvö á teig,
svo tindrandi af báðum svitadöggin hneig;
þótt ötul væri höndin, þau áttu lítið féð,
en aðeins litla kotið og barnahópinn með.
bau höfðu þar æ búið við kærleik, trú og trygð,
þótt tíðarandinn þá væri grimd og fals og lygð,
því oft í lágu hreysi sér unir dygðin há,
er öðlinganna stórhýsum vikin er hún frá.
bar hugprútt hjarta barðist und bónda kufli grá,
en blíða, þrek og ró skinu augunum frá.
Hann sló af hörðu kappi og tveggja verk hann vann,
en við og við til svanna þó augum rendi hann.
Með reifabarn á herðum hún rakstrinn keptist við
og röskum bónda sínum af megni veitti lið;
hún kærri byrði undi, svo engin þreyta sást,
sem ímynd fórnarblíðu í sannri móðurást.
bá alt í einu sjá þau, hvar ríður rekka sveit,
á rauða skildi blikar, er ljómar sólin heit,
þau heyra sköll og hlátur og vopnabrak og blót,
og beint til þeirra stefnir hin vígalega sjót.
) Sbr. Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. 17. kap.