Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 4
138
Nathan Söderblom:
ApríJ.
í söguheimildum Gyðinga má einnig finna fleiri slíka.
Þeir eru nú gleymdir. En saga Jesú er ekki á enda. Úr
mistri aldanna koma þeir aftur fram mennirnir, sem
höfðu horfið af sjónarsviðinu viti sínu fjær af ótta. Nú
eru þeir ekki framar liugdeigir né skilningsdaufir, læri-
sveinar meistarans. Nú eru þeir stríðsmenn lians, lieilir
og hugsterkir. Þeir boða sakamanninn krossfesta. Þeir
játa trú sína á liann. Þeir treysta sigri lians. Minningin
um hann er þrungin fögnuði. Þeir eru albúnir þess að
fara að gjöra allar þjóðir að lærisveinum hans. Þeir hefj-
ast lianda og verður undursamlega mikið ágengt. Starfi
þeirra liefir síðan verið lialdið áfram og það eflst með
liðandi árum og öldum. Sagan um líf Krists og kvöl mun
verða öllu mannkyni kunn á komandi tímum, svo langt
sem mannleg augu geta liorft.
Hvað olli þessari breytingu? Sá, sem sér liana en hirðir
ekki neitt um orsök hennar, vill bvorki skýra söguna né
skilja. Á svarinu leikur enginn efi. Ef vér spyrjum læri-
sveinana, þá segja þeir með Pétri: „Þér líflétuð liöfðingja
lífsins, en Guð uppvakti hann frá dauðum, og að því er-
um vér vottar“ (Post. 3,15). Eitt skarð varð í flokk liinna
tólf. Matthías varð í stað Júdasar þjónn og postuli með
hinum. Og í hverju var postulalilutverkið fólgið? Pétur
lýsir því svo fyrir 120 áhorfendum: „Það hæfir, að ein-
hver þeirra manna, sem með oss liafa verið allar stundir,
meðan drottinn Jesús gekk inn og út vor á meðal, síðan er
skírn Jóhannesar hófst til þess dags, er liann var upp
numinn frá oss, verði vottur upprisu lians ásamt oss“
(Post. 1,21—22). Postuli er þá vitni um upprisu Iírists.
Frammi fyrir ráðinu báru einnig postularnir með mikl-
um krafti vilni um hann: „Guð feðra vorra hefir uppvakið
Jesúm, sem þér hengduð upp á tré og tókuð af lífi; þenn-
an liefir Guð upphafið að foringja og frelsara með hægi'J
hendi sinni til að veita Israel afturhvarf og syndafyrir-
gefningu“ (Post. 5, 30—31). Stefán varð svo fyrstur til
að staðfesta þennan vitnisburð með blóði sínu.