Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 8
142 Nathan Söderblom: Apríl. Það á enga minstn stoð í erfikenningunni. Hefði Jesús vaknað aftur til þessa lífs og gengið út úr gröfinni, þá liefðu andstæðingar hans fullkomnað dauðasfefsinguna. Erfikenning guðspjallanna er alveg samhljóða í þessum efnum: Jesús dó í raun og veru á krossinum, og það fyr en þeir sem með honum voru krossfestir, og fyr en kross- festir menn voru vanir að gefa upp andann. Til frekari fullvissu var seinna bætt inn í trúarjátninguna orðunum: „Niðurstiginn til heljar“. Þau áttu að herða á því, að Jesús hefði í raun og veru dáið. Annars var þeim ekki beint gegn þeirri skoðun, að Jesús liefði aðeins virzt deyja, heldur gegn kenningunum um það, að guðdómlegur frelsari mannkynsins hefði ekki getað kvalist og dáið, og kval- irnar og dauðinn hefðu aðeins virzt vera svo. Himneski frelsarinn liefði ekki liðið slíkt. En frásögn guðspjallanna er alveg samliljóða um það, að Jesús dó. Jafnvel andstæð- ingarnir af hálfu Gyðinga gripu ekki til þeirra ráða til andsvara vitnisburði postulanna, að Jesús hefði aðeins fallið í dauðadá, og gat það þó virzt liggja nærri. Heimild- irnar veita þeirri kenningu alls enga stoð. Ennfremur leiðir af þess háttar skýringu á tómu gröf- inni, eins og öðrum sögukenningum ósjaklan að önnur miklu meiri ráðgáta rís. Það má setja hér upp almennu vísindaregluna, að sú skýring', sem færi aðeins vanda- málið úr stað og gjöri það erfiðara viðfangs, geti naumast talist skýring, heldur þvert á móti. Hvað varð um meist- arann, sem féll i dauðadá, þegar hann gekk út úr gröí- inni og liélt áfram æfi sinni? Hvernig átti hann að geta gengið inn um luktar dyr ? Um Pál postula leiftraði ljós af himni. Hann skelfdist svo, að hann féll til jarðar. Það sem liann greindi og sannfærði hann var rödd. Förunautai' lians stóðu höggdofa af ótta. „Því að þeir heyrðu að vísu röddina, en sáu engan“ (Post. 9,7). Getur nokkur maðui' trúað því í raun og veru, að Jesús liafi horfið aftur til þessa lífs og haldið jarðlífinu áfram og svo fundið Pál þannig á leiðinni til Damaskus? Hver maður hlýtur að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.