Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 35
Kirkjuritið. Unimæli Roosevelts uni trúna.
169
5. grein.
Sjóðinn má aldrei skerða. Hann skal vera á góðum rentu-
stað, vel trygðum, t. d. Söfnunarsjóði íslands. Hann skal vera
eign Stokkseyrarkirkju og notaður í þessar þarfir, sem af ofan
er getið, en ekki skal hann renna saman Við sjóð kirkjunnar,
og ávalt skulu reikningar hans færðir út af fyrir sig í þar til
gerða bók við kirkjuna. Ákvæði laga, um að fé kirkria skuli
ávaxta í hinum almenna kirkjusjóði, ná ekki til þessa sjóðs.
Þó hin evangeliska-lúterska kirkja hætti að vera þjóðkirkja ís-
lands, má sjóður þessi aldrei verða eign ríkisins, heldur skal
hann þá verða algjör eign evangelisk-lútersks safnaðar Stokks-
eyrar.
6. gi-ein.
Heikningur sjóðsins skal lesinn upp ár hvert á safnaðarfundi
nieð reikningum kirkjunnar, útskýrður eftir þörfum og fylgja
eeikningum hennar til prófasts, undirskrifaður af nefndinni.
Gísli Pálsson,
Hoftúni viff Stokkseyri.
UMMÆLI ROOSEVELTS UM TRÚNA.
I ávarpi Roosevelts Bandaríkjaforseta til þingsins eru orð um
h'úna, sem vakið hafa athygli um hinn kristna heim. En þau
eru á þessa leið:
.jStormar handan um haf skella á þremur stofnunum, sem
Aineríkumenn geta ekki án verið, hvorki fyr né siðar. Fyrst og
iremst er það trúin. Og hún er undirrót hinna tveggja, lýðræð-
isins og traustsins í viðskiftum þjóðanna. Trúin veitir mönnum
þekkingu á því, að þeir eru Guðs ættar, vekur skilning ein-
staklingsins á gildi hans og kennir honum að virða sjálfan sig
með því að virða aðra ....
Árásirnar á frelsi trúarinnar hafa komið úr gagnstæðum átt-
um við iýðræðið. Þar sem því hefir verið steypt, þar hefir andi
R’jálsrar guðsdýrkunar orðið að þoka. Og þar sem trúin og lýð-
ræðið hafa orðið að víkja, þar hefir taumlaus metnaðargirnd og
dýrslegt ofbeldi rekið hurt traustið og gætnina i þjóðaviðskiftun-
um. Þjóðfélag, sem hvorki vill hafa trú, lýðræði né traust að
óakhjarli, mun hvergi eiga rúm fyrir hugsjónir Friðarkon-
ungsins. Bandaríkin hafna slíku þjóðskipulagi og halda fast við
lorna trú sína.“