Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 10
144 Nathan Söderblom: Apríl. samfélag sitt við Krist, sérhver í sinni röð þeirra, sem til- heyrðu honum. Hann birtist Páli í „dýrðarlíkama", sem hann nefnir svo. Efnisbundin skoðun, sem lætur Jesú halda áfram jarðlífsgöngu sinni eflir hvíldina í kletta- gröfinni, á livergi rætur að rekja til frásagnar guðspjall- anna. Trú kirkjunnar og rannsóknir liafa hlotið að vísa henni á bug sem villukenningu. Tilvera Jesú var ekki efniskend framar, heldur andleg. 2. Þannig erum vér að lokum komnir að einu skoðun- inni, sem er í samhljóðan við lieimildir vorar og erfi- kenningu, svo langt sem rannsókn vor nær. Páll rís mjög einbeiltlega gegn þeirri skoðun, að það hafi verið líkami Krists, er lagður var í gröfina, sem síðar hafi birzt læri- sveinunum. Páll skrifar: „En það segi ég yður, bræður, að hold og blóð getur eigi erft guðsríki, eigi erfir heldur hið forgengilega óforgengileiknum. Ætli einhver, að upp- risan verði í sama líkama, sem lagður er i gröfina, þá er hann „óskynsamur“. Það er ekki jarðneskur líkami, sem lifnar aftur, heldur andlegur líkami, himneskur maður, iiimnesk vera. „Hinn síðari Adam varð að lifgandi anda“ (1. Kor. 15,45). Hvernig skýrir Páll þá opnu gröfina? Hann nefnir hana ekki einu orði. Menn hafa leitast við að gjöra grein fyrir tómu gröf- inni í samhljóðan við kenningu Páls og upprisutrú sannr- ar kristni. Menn hafa sagt, að andi, sem hafi náð því sem likamlegt er algerlega á vald sitt, sé fær um það að eyða jarðneskum hjúp sínum og breyta efninu í andlegt líffæri. Þeim, sem ritar þessar línur, er heldur óljúft að fást við ])esskonar útlistanir, sem skýra að vísu, en þó aldrei til neinnar hlítar. Mannlífið á sínar ráðgátur. Og sagan sín- ar. Gagnvart staðreynslunni voldugu, sem ekki verður i móti mælt, trúnni á upprisu Krists, geta menn ekki gjört annað en það, að viðurkenna vanmátt sinn til þess að sjá i gegnum myrkur næturinnar. En það Ijómar af páskamorgni- Trúin á upprisuna er þá engan veginn reist á neinu neikvæðu, á tómi, á opinni gröf, sem andvana líkami er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.