Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 37
Kirkjuritið. íslenzkar bækur. 171 (lrenglundað hjarta. Ekki drepur hann af sér konu sína og börn eða skepnur nieð harðhnjóskuskap sínum. Þegar erfiðleikarnir steðja sem mestir að, riotar hann tækifærið til að sýna konunni ræktarskap. Þvi að hann finnur, að sízt af öllu má hann við Því að missa hennar. En erfiðleikarnir gera meira en að herða skap hans og lund. Þeir slæla einnig krafta hans.til hverskonar karlmensku og manndóms. Honum er nautn að þvi, að etja kap])i við náttúruöflin, og hann er yfirleitt einráðinn í hvi að vilja sigra í þeim leik. Smámsaman öðlast hann svo trúna á mátt sinn og megin og er þess albúinn, að kljúfa strauminn fyrir sig og sína öllum ó'háður, jafnvel þótt hann þurfi að segja miklum hluta mannfélagsins stríð á hendur. En þeir tímar koma, að hann l'innur eins og Pétur Gautur, að mennirnir geta aldrei orðið sjálfum sér nógir. Undan misk- unnarlausum svipuhöggum bernskuþjáninganna hefir hann geng- ið fram af hömrum i andlegum efnum og að lokum hrapar hann ' sárustu harma, þegar kona hans ferst með voveiflegum hætti, °g ])á brotnar þessi sterki maður niður. Yfirkominn og berskjald- aður fyrir þjáningunni, legst hann að lokum fyrir í ýtrustu ör- vænlingu. Er lýsingin á þessu öllu með hinum inestu ágætum. En þá verður það lítil bjarthærð og bláeyg stúlka, sem verður til að hjálpa honum á fæturna aftur. Þá fer smámsaman að rofa til í huga hans. Áður hafði hann yfirleitt hugsað sér mannfólkið síngjarnt og kaldrifjað, svikult °g sér fjandsamlegt. Þegar hann hugsar sig betur um, sér hann, að til eru þó nokkurar manneskjur, sem ekki samræmast þeirri mynd, sem hann hefir gert sér af mannkyninu. Það eru t. d. Þin glaðværu og drenglyndu Hrunahjón, sem mitt i viðsjálni vetrar og skammdegis ruku burt frá barnahóp, honum til hjálp- ar, þegar honum lá mest á, gerðu þetta eftir boðum frá óvið- komandi manni og höfðu með sér elztu dóttur sína. Höfðu þau kanske gert þetta í eiginhagsmunaskyni? Og stúlkan, ungling- urinn, sem reist hafði hann á fætur, sem vakað hafði yfir vel- *erð barnanna hans og fylti bæinn af söng, var hún að hugsa Uni bau vesölu vinnukonulaun, sein hún fengi, og þó ekki fyr en seint og um síðir? Og gamli maðurinn, sá uppgefni bóndi, Voga-Björn, var hans alúð og umhygg'a fyrir öllu og öllum á beimilinu fyrir ávinnings sakir? Var það kanske í von um ein- hver gögn og gæði, sem hann syrgði eins og hann hafði gert og gerði þá hreinu, hvítu fjallafifu, þá anganriku baldursbrá? Og Þá hún sjálf .....? Sorgin færir Sturlu heim sanninn um það, að til er óeigingjörn uianngæzka. Og þá uppgötvar hann það um leið, að það er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.