Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 34
168 Sönglistarsjóður Stokkseyrark. Ápril.
en áður, og er það gleðiei'ni, því að slíkt heldur eklci aðeins
ungu fólki frá óreglu og leti, heldur miðar til þess að hressa
og styrkja likamann. En sönglistin göfgar anda manns og sál,
glæðir skilning og ást til þess, sem gott er og fagurt, lyftir hug
og sál í hæðir til drottins. Það var áreiðanlega heillaspor, þegar
kirkjan lók sönglistina í sína þjónustu og gerði safnaðarsöng-
inn að svo virðulegum þætti i guðsþjónustunni.
Safnaðarsöngurinn er dýrmæt eign kirkjunnar, sem mikla og
góða rækt þarf að ieggja við. Sönglistarsjóð Stokkseyrarkirkju
ber fyrst og fremst að skoða sem aðstoð við safnaðarsönginn.
Þegar hann er þrjú þúsund kr., má taka þar út hálía vext ár
hvert, sem söngflokkurinn notar í sínar þarfir til söngs við
kirkjuna. Söngmenn kirkjunnar eru nú 12, þar af 6 í karlakór
kirkjunnar.
Sjóður þessi hefir dai'nað vel þessi 10 ár, þann 31. des. 1938
var hann kr. 2.000.00. Vona ég, að hann geri fljótt skil. Skipu-
lagsskrá hans er i Stjórnartiðindunum, B-deiId 1932, bls. 294,
og á þessa leið:
1. grein.
Sjóðurinn heitir Sönglistarsjóður Stokkseyrarkirkju. Stofn-
aður 5. apríl 1928 af Gísla Pálssyni, organleikara við Stokkseyr-
arkirkju. Stofnfé kr. 250,00 — tvö hundruð og fimtíu krónur.
2. grein.
Sjóðnum stjórnar 5 manna nefnd. Sóknarnefndin, 3 menn, og
organleikari, sjálfkjörinn. Svo kýs söngflokkurinn 1, eða það
sem vantar í fimm menn. Nefndin sér um að efla sjóðinn með
frjálsum samskotum, söngskemtunum, hlutaveltum og ýmsu því,
er hún sér hezl lienta, en ekki með neinum skyldugjöldum.
3. grein.
Þegar sjóðurinn er orðinn kr. 3000,00 — þrjú þúsund krónur
— má taka út hálfa vexti ár hvert, sem söngflokkurinn skiftii'
í fyrirhöfn sína við söng kirkjunnar, eða til að menta einn eða
fleiri í sönglist, sem á að koma þeim að góðum notum við
kirkjusönginn. Sönginn skal æfa og vanda á ári hverju með
góðum áhuga og vandvirkni, svo góður verði.
4. grein.
Nú falla æfingar niður og söngurinn er ekki góður að dómi
nefndarinnar. Skal þá ekki taka út vexti það ár. Leggjast þeir
þá við höfuðstól til að auka hann sem mest, svo söngflokkurinn
fái vilja á að hafa sönginn sem beztan að hægt er með þekkingu,
vilja og góðri ástundun.