Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 39
KirkjuritiS.
íslenzkar bækur.
173
rollum sínum, „sein strektu líkt og trúkonur út í endalausa
auðnina" Hvilikur skáldskapur! Slikar persónur eins og Bjartur
eru reyndar ekki manneskjur meS lioldi og blóSi eSa nokkurum
ærlegum streng i brjóstinu. Enda er fátítt að hitta slikt fyrir í
sögum Laxness, nema ef það kynni að vera einhver kommúnisti,
sem slysaðist til að eiga einhvern snefil af mannlegu eðli. Yfir-
leitt er fólkið þar sálarlausir græningjar, ruddalegir, svikulir
°g lygnir á sínum yngri árum og fullkomnir hálfvitar í ellinni.
Fulltrúar andans eru lítilsigldir kramaraumingjar, flestir
á lirepp, og brjóstumkennanlegar skopfígúrur eins og Ól-
afur Kárason Ljósvíkingur. Hvarvetna gægist fram í ritverkum
Laxness hinar afskræmdu vitfirrings ásjónur mannanna, sem
ekki tala, heldur gelta hver framan i annan, sbr. Höll Sumar-
landsins. En innan um þessar skuggamyndir dreifir hann alls-
konar fáránlegu „þrugli“ um Guð og sálina.
Sé skáldsaga Guðmundar Hagalíns borin saman við þetta,
ker hún af þvi eins og gull af eiri, enda er það sýnilegt,
að höfundinum hefir fundist þörf á þvi, að yrkja upp Sjálfstætt
fólk. Eru allar persónurnar í Sturlu í Vogum sannari og lífinu
samkvæmari. Jafnvel Einar í Neshólum, sjálf ímynd hinnar
'’iðbjóðslegustu lymsku og meinfýsi, (sem höf. vill þó ekki kann-
ast við sem íslending, nema í aðra ættina), hann kiknar í
vonzkunni. Þennan ræningja lætur hann einnig iðrast á sínum
Hausaskeljastað, er hann stendur andspænis auðn og myrkri
sólar sinnar og er að þvi kominn að hengja sig eins og Júdas.
Hamra-Brynjólfur er ný útgáfa af hreppstjóranum í „Sjálfstæðu
fólki.“ Hann er þéttur á velli og þéttur í lund, ágjarn og óvæginn,
Þegar því er að skipta, og harður viðskiptis, ef hann mætir
mótspyrnu, þar sem hann er vanur að ráða, en þrátt fyrir það
hann engan veginn gersneyddur drengskap. Þannig hafa
Persónur Hagalíns að jafnaði einhverja mannlund, þótt þær séu
stundum nokkuð hrjúfar á yfirborðinu. Hann þekkir ekki þessi
dæmalausu ræksni, sem Laxness á svo mikinn grúa af í fórqm
sinum. Kringumstæðurnar hafa iðulega leitt sögupersónur lians
l‘l á refilstigu, en rás atburðanna stafar þá venjulegast í sögum
jlans að því, að leiða þær á ný til æðri sannleikans viðurkenn-
'ngar. Þannig sér Hagalín tilgang í lífinu, jafnvel í hinum sár-
ustu hörmum, þar sem Laxness sér aðeins heimskulegt þýðing-
arIeysi. Beri maður saman gamalmennin í sögum þessara tveggja
skálda, t. d. ömmuna í „Sjálfstæðu fólki“ og Voga-Björn í „Sturlu
! Vogum,“ þá er stór munur þar á. Amman er hálf elliær vesal-
'ngur, sem elcki fer með annað en afbjagaða sálma eða drauga-
sogur, en Voga-Björn er maður, sem altaf hefir safnað sér vizku,