Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 41
Kirk.iuritið. Innlendar fréttir. Minning séra Jakobs Lárussonar. Sóknarbörn hans undir Eyjafjöllum, i Reykjavik og Vest- mannaeyjum hafa reist veglegan minnisvarða á leiði hans í Fossvogskirkjugarði. Nýjar slysavarnadeildir. í janúarhefti Kirkjuritsins var getið um stofnun nýrra slysa- varnadeilda í Rangárvallaprófastsdæmi. Síðan hefir því starfi þokað stórum áfram. Ýmsir góðir menn hafa stutt séra Jón Guð- jónsson að stofnun deilda í fleiri og fleiri hreppum og ferðast með honum í því skyni. Eru nú fjölmargar deildir í öllum hreppum Rangárvallaprófastsdæmis og tveimur hreppum í Vestur-Skaftafcllsprófastsdæmi. Hlutaðeigandi prestar og aðrir áhugamenn styð.ja einbeittlega að framgangi þessa mikta nauð- synjamáls. Höfðingleg gjöf. Ludvig Storr, heildsali í Reykjavík, hefir boðið Nessöfnuði i Norðfirði að gjöf litaða glugga í kirkju hans. Þetta er fögur Sjöf, og ber vitni um hugulsemi jiessa erlenda manns, sem aldrei hefir til Norðfjarðar komið. Heimilisguðsþjónustur hafa ýmsir prestar haldið í vetur í húsvitjanaferðum sinum. Hafa sumir þeirra þegar haft lengi þann sið og hann orðið heimilunum og þeim sjátfum tii heilla og gleði. Akureyrarsöfnuður gengur að því með miklum dugnaði og áræði að koma upp kirkju sinni. Kjallari er þegar reistur, og þess vænst, að kirkjan verði komin undir þak næsta haust. Erlendar fréttir. Kennarar á Norðurlöndum andmæla ófriði. A annað luindrað fulltrúa frá kennarasamböndum Dana, Svia, Norðmanna og Finna hefir haldið mót í Finnlandi og samþykt svofelda ályktun gegn hernaði og hernaðaranda: ,.Þar sem hernaðarandi færist nú óðfluga í aukana í veröld-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.