Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 40
174 íslenzkar bækur. April. unz hann er orðinn forvitri og gengur frá öðrum mönnum og Öylur. Hann er að öllu samanlögðu einhver snildarlegasta per- sónan, sem Hagalín hefir skapað. Hann er persónugervingur og fegursta ímynd íslenzkrar alþýðu, að eðlisfari samgróinn land- inu og dýrunum, góð og guðelskandi sál, sem talar í orðskvið- um. Yfir öllu málbragði hans glitrar æfintýralegur hlær skáld- legrar fegurðar, sem minnir á Hómerskvæðin. Það bjarmar af ásjónu þessa djúpúðuga, spakláta öldungs, sem hálfur er kominr. yfir í annan heim og lifir nú og hrærist síðustu æfistundirnar í trausti guðdómsins. Hver vill skifta á Voga-Birni og öldungum Laxness, sem venjulegast eru orðnir að hlægilegum hálfvitum? Hafi það verið ætlun Hagalíns, að yrkja upp „Sjálfstætt fólk“ lil stórra umbóta, Jiá hefir Jíað tekist vel. Bók hans er meira skáldverk, af þvi að hún er sannari og skygnist dýpra i rök lífsins. Ýmislegt kynni að mega að henni finna, ef maður nenti Ijví. T. d. er hún óþarl'lega langdregin með köflum, svo sem hin langa útmálun á fúlmensku Neshólahyskisins, og hefði bókin grætt á því að vera svo sem þriðjungi styttri. Bás við- hurðanna er stundum nokkuð æfintýraleg og nærri með ólik- indum, en þannig er líka lifið oft og tíðum. Höf. hættir mjög við að nota tröllslega náttúruviðburði til dramatiskra áhrifa í bókum sínum. En alt um j)að er bókin iðandi af blóðríku lífi og fjölbreylilegum litum, og margir kaflar með snildarbragði. Þó getur manni nú farið að leiðast vestfirzkan iil lengdar, sem reyndar er ekkert annað en illa þýdd danska með nokkurum góðum fágætum orðum eins og rúsínum innan um. Hvenær iná maður fara að biðja um bók frá íslenzku sagnaskáldunum, sem ekki þarf á útúrboringslegum stílbrögðum að halda til að vekja á sér athygli? Ég fyrir mitt leyti Ireysti Guðmundi Hagalín vel til að skrifa slíka bók. Guðmundur Hagalín er orðinn furðulega afkastamikill rit- höfundur. í sömu andránni og hann skrifar aðra gagnmerkilega bók: ,,Virka daga,“ ge'fur hann J)jóð sinni Jiessa ánægjulegu og viðamiklu skáldsögu. Hann skortir ef til vill nokkuð ennþá i stílgáfu, en honum er altaf að fara fram í skáldlegri dýpt og vitsmunum. Það er full ástæða til að loakka höfundinum fyrir þessa bók og vænta mikils af honum í framtíðinni. Benjamín Kristjánsson. Ilitstj. Kirkjuritsins hefir lesið margt í ritum Guðmundar Hagalíns sér til ánægju bæði lyr og síðar, og er þ>að geðfelt að birta þennan vinsamlega dóm B. K. um skáldrit lians. En það verður þó að segja G. H., að sumstaðar gjörir hann sig sekan um ódæma smekkleysur, sem honum er skylt að vaxa frá.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.