Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 14
148 N. S.: Trúin á upprisu Krists. Apríl. nýjan himin og nýja jörð, því að hinn í'vrri himinn og hin fyrri jörð var liorfin, og hafið er ekki framar til. Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum. Og ég hcyrði raust mikla frá altarinu, er sagði: Sjá, tjald- búð Guðs er meðal mannanna, og hann mun búa bjá þeim, og þeir munu vera fólk lians, og Guð sjálfur mun vera Iijá þeim, Guð þeirra. Og bann mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, Iivorki harmur né vein, né kvöl er framar til, hið fyrra er farið“ (Opinb. 21, 1—4). Hið gamla á að líða undir lok. Ný tilvera á að taka við. Samkvæmt skoðun Páls var nýja öldin, sem spáð Iiafði verið þeim til lianda, er lifðu i sam- félagi við hinn lifandi drottin, þegar runnin við upprisu Krists. „Hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt“. (2. Kor. 5,17). Orð spádómanna og opinberunarrit- anna. um hinn komanda Iiefir Páll um hann, sem þcgar er hjá oss. Það sem mest er um vert er þegar orðið veruleiki í heimi sálnanna. Ekki svo að skilja, sem syndin og dauð- inn séu hætt að beita ægivaldi sínu. En Kristur er drottinn í krafti Guðs. Upprisa bans er trygging fyrir því, að nýja lífið er eilift og ófallvalt. „Dauði, hvar er broddur þinn?“ Vér munum einnig verða leyst úr fjötrum fallvaltleikans. „Þessvegna, mínir elskuðu bræður, verið fastir, óbifanleg- ir, síauðugir i verki drottins, vitandi, að erfiði yðar er ekki árangurslaust i drotni“ (1. Kor. 15.58). Jól og páskar eru stórhátíðir lífsins: Fæðing lil lífs og fæðing til eilífs lífs. Frelsarinn opnaði hlið föður síns til þess að koma til vor. Þegar dagurinn var liðinn, opnaði faðirinn hliðið til þess að taka aftur son sinn til sín eftir dagsverkið mikla. Þá streymir nm opið ljós til vor frá föð- urhúsinu. Og það Ijós lýsir eiliflcga. Lausleff þýöing. Nokkuð stytl.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.