Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 33
Kirkjuritið. Sönglistarsjóður Stokkseyrark. 167 aralegt vetsæmi, siðprýði og velfarnað. En fyrir slíku á og má ekki gera ráð frá hendi kristins trúræknifólks. Furðar mig á, að enginn skuli hingað til hafa kvartað eða kært yfir umræddu sunnudagshelgibroti Alþingis og landsstjórn- ar, og þá um leið skorað á stjórn Prestafélags íslands um að gera sitt til, að þessi alóþarfa og þess vegna smásálarlega og Ijóta skerðing sunnudagshelginnar verði þegar afnumin og öll kristi- leg helgihöld látin í fullum friði, eins og helgidagalöggjöfin gamla °g sjálf gitdandi stjórnarskrá landsins — ríkisins fyrirskipar °g ætlast til. Vænti ég örugglega, að stjórn Prestafélagsins telji sér hæði ljúft og skytt að vinna að því, að næsta Alþing lagfæri nú þetta umtalaða ófremdarfyrirkomulag og snúi því öllu til eðlilegra og heillavænlegra vegar. Ó. V. Bæði aðalfundur Prestafélagsins og prestastefnan hafa að vísu skorað á þing og stjórn, að hlífa helgidögunum við kosningum, en þeim áskorunum ekki verið sint liið minsta. Ritstj. Sönglistarsjóður Stokkseyrarkirkju. (Ritstjóri Kirkjuritsins var fyrir nokkuru staddur i Stokkseyrarkirkju. Þátti honum kirkjusöngurinn fagur, og átti tal á eftir við' organleikarann, en hann sagði þá frá þessari merkilegu sjóðsstofnun, sem á að vera öðrum til fyrirmyndar). Sönglistarsjóður Stokkseyrarkirkju var stofnaður af mér und- irrituðum á sextugsafmæli mínu, 5. apríl 1928, með 250 kr. gjöf. Fins og nafnið bendir á, er hlutverk sjóðsins aðallega það, að •stuðla að því, að góðuin söng verði haldið uppi í Stokkseyrar- ■rkju. En jafnframt því ætti með þessu að myndast hvatning 61 þess, að sem flestir Stokkseyringar legðu rækt við söngrödd stna, ekki eingöngu sér og sínum til skemtunar, heldur líka 1 þess ineð þvi að verða betri og nýtari menn, því að það er sannfæring mín, að sönglistin hafi bætandi og göfgandi áhrif a..^á, sem hana stunda, miklu meir en unt er að færa nokkur rok fyrir. A hinum síðari árum hafa margskonar listir farið mjög í '°xt. Margskonar líkamsíþróttir eru nú iniklu meir stundaðar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.