Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 27
KirkjuritiS. Víg Ámunda. „Hvað munu Vatnsfirðingarnir vilja?“ mælti sprund, og voðageigur smaug hennar brjóst á samri stund. .,bað veit eg ei,“ kvað bóndi, „eg átt hef við þá fátt, en enginn skyldi vænta sér góðs úr þeirri átt.“ Um bónda er hringur sleginn, og einn hóf orðin svo: „Þér, Ámundi, nú Þorvaldur gjörir kosti tvo, að annaðtveggja skaltu hér fljótan bana fá, eða fylgja oss suðr á Eyri og vinna Rafni á. Þú vinur hans ert dyggur, og vel hann trúir þér, sú vinátta má koma’ oss að haldi, ætlum vér. Það mega heita góð kaup“, hann glotti við og kvað, „að geta keypt sér líf fyrir ekki meir en það.“ „Á lífi Rafns hins saklausa engin ráð ég á, og aldrei það mun selja, um hitt fer svo sem má. Mín fátækt hefir borgist og samið æ við sitt, og svo mun verða ennþá, nú veiztu andsvar mitt.“ „Svo heimskur vert’ ei, Ámundi, að högum betur gá, °g hygg að nauðsyninni, því vægð er ei að fá. Þín kona starir náföl og kreistir barn við barm, þeim báðum steypir svar þitt í volæði og harm.“ Svo undurbjörtu leiftri í augum fyrir brá. „Ei ást til konu og barna mig níðing gjöra má; þau hljóta lítinn arfinn, ég ei fæ þar við séð, en aldrei níðingsorðið skal honum fylgja með.“ 0& brjósti prúðu sneri hann banalögum mót, en blíðum augum mændi á harmi þrungna snót. Þá leiftra sverðin bitur og saklaust dundi blóð, en sortnar drotti.ns himinn og roðnar foldarslóð. Þar yfir blóðugt líkið hneig orkuvana sprund, frá unga barnsins vörum á þeirri sömu stund svo lágt, svo sárt, svo nagandi neyðar heyrðist kvein, aÖ nísti sjálfa böðlana gegnum merg og bein. Þeir týna glensi og kalsi og héldu bráðast heim, ea heima bíður kæti og glaumur eftir þeim, hin grátþögula ekkja og gremiþrungið hljóð, það gleymdist brátt í solli og nýjum vígamóð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.