Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 15
Kirkjuritið.
Kristur og börnin.
„Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í því, sem míns
föður er“? (Lúk. 2, 49 b.) Enn í dag' hljóma þessi orð
Jesú til vor og minna oss á skylduna við skapara vorn
°g föður, þá helgu skyldu að vilja koma þar saman, sem
farið er með Guðs orð, lionum þakkað, hann tilheðinn
°g vegsamaður fyrir gnóttir gjafa og' gæzku alla. Þessi
°rð ná bæði til yngri og eldri, þau ná til vor allra, sem
viljum láta kalla oss kristna. En sérstaklega er þó þýð-
ingarmikið að benda hinum ungu á gildi þeirra. Ungur
var Jesús, þegar hann mælti þau, og ungum sem gömlum
munu þau ávalt vera til leiðbeiningar og hvatningar. „Vísa
hinum unga veginn, er liann skal ganga,“ var sagt til forna,
°g þessarar hóflegu áminningar er þörf enn í dag. Það
er fylsta þörf á þvi, að benda hinum ungu á gildi og þýð-
ingu orða Jesú, laða liugi þeirra að fagnaðarerindinu og
leiða þá til hans, sem breiddi út faðminn á móti þeim
°g sagði: Komið — komið til mín. Betur en nokkur annar
skildi hann, hversu mikils virði það er fyrir barnið og æsku-
nianninn að verða fyrir álirifum hins góða og láta leið-
beinast af orðum hans og anda. Þess vegna hvatti liann
einnig mæður og feður að koma með börnin til sín, svo
nð þau gætu orðið fyrir blessunarrikum áhrifum frá lion-
um. Það er því heilög skylda þeirra liinna mörgu, er börn
eiga, og allra þeirra, er fást við uppeldi barna, að leggja
riha áherzlu á hið trúarlega og siðferðilega uppeldi þeirra.
Vér vitum af reynslunni, að nú er los á ýmsu í þessum
efnum, los, sem hefir hvergi annað í för með sér en ó-
heillavænleg áhrif og sálartjón fyrir yngri sem eldri.
Sannindi trúarinnar eru véfengd, ófullkomnu siðgæði