Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 16
150
Valgeir Helgason:
Apríl.
kveðið lol', og nauðsynlegum lieilbrigðisreglum ekki hlýtt.
Við þessu ber að vara og sporna. Vér verðum að vera á
verði gagnvart ábyrgðarleysinu og óráðshjalinu, sem fer
í vöxt, varast að láta hina ungu verða fyrir áhrifum þess,
en kappkosta að móta hugi þeirra eftir anda og stefnu
fagnaðarerindis Jesú. Að þessu marki ber að vinna, en
því verður naumast náð nema með góðri samvinnu og
einingu þeirra þriggja aðilja, er við uppeldið fást, nefni-
lega heimila, skóia og kirkju. Faðir og móðir eða þeir,
sem taka að sér ldutverk þeirra, leggja að jafnaði grunn
uppeldisins, og gefur að skilja, hversu mikilsvert það er
fyrir barnið, að þar sé rétt að farið. Farsæld þess fer að
sjálfsögðu mjög mikið eftir því. Næst kemur skólinn með
sinn skerf, sem einnig befir mjög mikið að segja að takist
vel, og svo loks kirkjan. Ef allir þessir aðiljar gera skyldu
sína, þá má vænta góðs árangurs og þá ættu svo nefnd
vandræðabörn og auðnuleysingjar að liverfa úr sögunni.
Og þá væri mikill sigur unninn fyrir þjóðfélagið, því að
bver slíkur einstaklingur er til þess að veikja það, en ekki
styrkja. — Hvort sem foreldrarnir telja sig færa um eða
ekki, að ala börn sín trúarlega og siðferðilega upp, því
að vitanlega eru þeir foreldrar til, því miður, sem brestur
stórum skilning á þessu, þá er eitt atriði, sem ber að rækja,
en ekki láta undir höfuð leggjast, og þetta er að konut
með börnin í kirkju sem oftast el'tir að þau fara að liafa
eittlwert vit á því, sem þar fer fram. í fyrstu verður þetta
náttúrlega aðallega til þess að hneigja hugi þeirra að
kirkjuhúsinu sjálfu og ytri hlið athafnarinnar. En svo
kemur hitt smám saman, að þau fara að Idusta sér til sálu-
bóta á sálmana, sem sungnir eru, orgelspilið og orðið, sem
flutt er. Öll ættum vér að vita, hversu mikið gildi þetta
getur haft fyrir hinn unga, hversu mikla þýðingu það
hefir fyrir framtíð lians, að liugur hans hneigist sem fyrst
til fylgis við hið helga og háa. Hefir ekki heill og velferð
fjölda margra verið háð þessu á liðnum öldum og áratug-
um, verið háð því, hvaða slefnu hinum ómótaða barns-