Kirkjuritið - 01.02.1940, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.02.1940, Qupperneq 8
16 Ásmundur Guðmundsson: Febrúar. erkibiskup. Hann gat fengið kirkjumenn hlutlausra þjóða til þess að senda út friðarávarp i októbermánuði 1914. En bvað mvndi það stoða? Söderbloin lagði þó ekki árar í bát, hversu óvænlega sem horfði. Hann gerði hverja tilraunina af annari til þess að ná kirkjumönnum ýmsra landa saman á fund. Loks tókst honum það í desember- mánuði 1917. Hugsjónin um einingu kirkjunnar lifði eins og falinn eldur undir fargi slriðsins. IV. Loks var striðið ó enda. „Ivirkjulega heimssambandið“ kom fyrst á vettvang og hélt þing í Hollandi 1919. Sóttu það 60 fulltrúar, m. a. frá þjóðunum, sem átt höfðu i stríðinu. Nathan Söderblom var einn fulltrúanna og bar fram tillögu um það, að stórt beimsmót yrði haldið til þess að ræða vandamál kirkjunnar, og kvað Svía fúsa til þess að hafa mólið hjá sér. Tillögu hans var tekið liið bezta, en allur þungi framkvæmdanna var lagður á lierðar honum. Um sama leyti tóku þeir upp aftur fyrra starf sitt, nefnd- armennirnir, sem áttu að undirbúa kirkjuþing til þess að ræða um „trú og fyrirkomulag“. Orþódoxa kirkjan lof- aði þátttöku sinni, en Róm hafnaði. Varð nú komið á sameiginleguin fundi í Genf 1920 bæði með þeim, sem unnu i anda Brents að meiri einingu í „trú og fvrirkomu- lagi,“ og mönnum Söderbloms, sem báru fyrir brjósti ein- ingu kirkjunnar ,,i lífi og starfi“ (Life and Work). Sömu mennirnir unnu allmargir að hvorutveggja, og kapp eða metingar í milli komu ekki til greina. Unnu báðar nefnd- irnar i Genf hið merkasta starf. „Lífs og starfs“ nefndin átti við mjög ramman reip að draga. Frakkar báru þegar fram kröfu um það, að kirkju- menn Miðríkjanna yrðu að játa það opinberlega, áður en þeir fengju að taka þátt í heimsmótinu fyrirhugaða, að lönd þeirra ættu sökina á stríðinu. Þjóðverjar heimt- uðu hinsvegar, að andstæðingar þeirra beiddust afsökunar á því, að þeir befðu baldið áfram innilokunarstefnunni

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.