Kirkjuritið - 01.02.1940, Síða 38
76
Pétur Oddsson:
Febrúar.
unum kynt kirkjulegt líknar- og menningarstarf nú á
tímum.
En svo má segja, ef litið er það langt, að allir stúdentar
séu örlítið brot úr guðfræðingum, sem þekkja þróunar-
sögu Biblíunnar sem og kristindómsins í stærstu dráttum,
vita deili á belztu hugsuðum kristninnar, þeklcja grund-
vallandi liugtök og meginreglur í kristilegri trú- og sið-
fræði, auk þess sem þeir eru allir vel kunnugir þvi helzta,
sem kristin kirkja vinnur nú á dögum að trúboðs-, menn-
ingar- og líknarstarfi.
Ýmsir uppeldisfrömuðir bafa tekið svo til orða um
sumar styrjaldir, er Þjóðverjar háðu á síðastliðinni öld,
að þýzku skólarnir liafi gefið þeim sigur í þeim.
Fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Finnland bafa sýnl
það á opinskáan liátt, live líkamleg færni og innri and-
legur þróttur getur mátt sín gegn ofurefli hins rauða
stáls og vítisvopna. Og bafi Finnar sýnt sig eiga meira af
ódauðlegu þori og festu en aðrar þjóðir, þá er eigi fjarri
að minnast þess, hvernig skólar þeirra, öðrum fremur,
blása lífsanda í hjörtu barna sinna.
Hér er ekki vettvangur til að benda á alt það i uppeldi
Finnans, sem hefir gefið honum breysti og þor hins ó-
dauðlega sigurvegara.
Á margt af þessu hefir þegar verið bent á almennum
vettvangi, t. d. íþróttaiðkanir Finna.
Enda er það óþarfi að fara þar út í samanbux-ð. En hér
skal aðeins bent á, að það eru dálítið önnur uppistöðuöfi
í þeirri lireysti og þeim kjarki, sem dugir gegn kuldabylj-
um og kafaldshi'íðum, eða þeim kjarki, sem bezt dugir í
eldregni og skothríðum, þar senx limlesting eða dauði
býr í hverri einustu hríðarögn.
Það er ómetanlegur kraftur, þegar barist er gegn, að
þvi er virðist, ósigrandi afli kúgunar og villimensku,
að eiga trú lifandi í hjarta sér á endanlegan sigur liins
góða, á almáttugan, kærleiksríkan föður. Ekkert verkar