Kirkjuritið - 01.02.1940, Side 42

Kirkjuritið - 01.02.1940, Side 42
80 Merkilegt sagnarit. Febrúar. enn meira átt að gæta fróðleikssöfnunar séra Jóns og ritstarfa, ]jví að það eru í raun og veru þau, og þau ein, er lyfta honum upp úr öllum hóp samtíðannannanna. Að öðru leyti er hann í raun og veru lítið annað en venjulegur samvizkusamur em- bættismaður, sem situr mestan part æfinnar i einu hægasta og umsvifaminsta, en jafnframt einu lífvænlegasta embætti lands- ins. Ef ekki liefði verið fræðimenska hans, myndi engum detta í hug að skrifa um hann nema fáeinar línur í upptalningum Hítardalsklerka. En eins og höf. bendir réttilega á, er fræði- menska séra Jóns frábær og grundvallandi fyrir allar sögu- rannsóknir síðan. Hitt er annað mál, að þó að saga séra Jóns sé að öðru leyti ekki sérlega viðburðarík, þá vinnur höf. inn í hana allskonar fróðleik um samtið hans, aldaranda og umhverfi, heldri menn og merkisviðburði, og gerir liana með því mjög læsilega. Dr. Jón Helgason liefir ineð þessum jirem bókum um kirkju- menn 18. aldar reist sér mikinn minnisvarða sem sagnaritari og rutt brautina vel og rækilega þar, sem áður var vegleysa eða torleiði mikið. Magnús Jónsson. SÉRA SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, fyrrum prestur í Þoroddsstaðarprestakalli i Suður-Þingeyjar- lirófastsdæmi, andaðist hér i bænum 12. þ. m. Hans mun nánar minst síðar i Kirkjuritinu. EMBÆTTISPRÓF í GUÐFRÆÐI. Björn Björnsson frá Hnífsdal lauk embættisprófi í guðfræði með I. einkunn í lok f. m. ÓÞARFUR DÓMUR. Próf. Sigurður Nordal flytur nú erindi í útvarpið um lifið og dauðann. Mun mikið á þau hlýtt og orð slíks manns mikils metin. Leitt var því að heyra ummæli hans, í 2. erindinu, um prestana og kirkjuna á íslandi, órökstudd með öllu — ekkert annað en full- yrðingar. Starfsmenn kirkjunnar munu vafalaust kannast við, að starf þeirra sé ófullkomið. En er próf. Nordal því svo þaulkunn- ugur, hvað þar er unnið? Og hvernig má það vera, að hann þekki andlegar þarfir landsins barná svo miklu betur en prestar landsins allir? Svona dómur gerir aldrei nema ilt, hann gæti veikt bæði starf kirkjunnar og tiltrú til annara unnnæla próf. Nordals. M. J.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.