Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 9

Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 9
Kirkjuritið. Jólin og jólin. 311 mestu gjöf? Með spurningamerkjum, efasemdum og vefengingum, kulda hjartans, afskiptaleysi eða mótmæl- um. Er það ekki undarlegt, að menn skuli jafnvel sjá ofsjónum yfir því, hve Guð er góður? Má hann ekki láta dýrðarhirtu sína skína hjá þeim, sem vaka á erfiðri nótt? Má ekki Guð ráða því, hvernig liann fer að? Má ekki Guð ráða því, hvernig hann frelsar heiminn ? Nú sendir liann oss enn einu sinni jólin, til þess að öllum sé frá ]jví skýrt, að jól eru ekki aðeins Iiátíðisdagar með skemmt- unum og' skrauti. Allt slikt liverfur. En hin sönnu jól eru send oss, til þess að vér fögnum þeirri ráðstöfun Guðs, að liann sendi son sinn, til þess að vér með því að trúa á Iiann mættum eignast eilíft líf. Slík jól þurfa heimilin að eignast, og þau jól verða á heimilinu, ef þau eru í hjartanu. Þá verður horft frá heimilunum upp til heimilisins, lil heimilisins á himnum. Þaðan öll hlessun streymir Vegna kærleika Guðs rann elfa miskunnseminnar frá hinu hinmeska heimili, og þar sem fljót kærleikans rann, hlómgaðist lífsins fré, og auðnin hreyttist í aldingarð. Dveljum hjá fljótinu, þar sem lífsins tré er í sinni fegurð og blöð þess eru til lækningar þjóðunum, og til lækningar þinni og minni sál. Horfum á fljótið og gleym- um ekki uppsprettunni. Ef vér göngum upp með fljót- inu, komum vér að jötunni, og frá jötunni í Betlehem liggur leiðin að hjarta Guðs. Þá nægja oss ekki hin ytri jól, hve íburðarrík sem þau kunna að vera. Vér þráum hin sönnu jól, sem flytja oss boðskapinn frá honum, sem elskaði oss að fvrra hragði. Það er munur á jólum og jólum. Allir tala um jólin. Fjöldinn allur af auglýsingum fyll- ir blöðin fyrir jólin. Það er svo margt á boðstólum. En þar sem hin sönnu jól eru, hin heilögu jól, þar er eitt á hoðstólum, en þetta eina veitir hina fullkomnustu jóla- gleði, eilíft líf, svo að menn þurfa ekki að biða eftir þvi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.