Kirkjuritið - 01.12.1943, Síða 12

Kirkjuritið - 01.12.1943, Síða 12
311 Jón Eiríksson: Jólakveðja. Nóv.-Des. Við skiljum ekki skipting gleði og nauða, við skiljutn ekki tilgang lífs og dauða, við skiljum ekki skaparáðin hörðu, við skiljum ekki lífið hér á jörðu. Því er bezt að treysta, vona, trúa, til hans öllum bænum okkar snúa, jió að sorg og þrautir okkur beygi, við þekkjum ekki drottins huldu vegi. Barnið mitt, sem líður þungar þrautir, en þræddir áður fagrar sólarbrautir. Nú kemur hann með lífsins ljósið bjarta, sem lýsir gegnum næturhúmið svarta. Eg krýp í auðmýkt, klökkur bið af hjarta, þér Kristur lýsi, jólastjarnan bjarta, og láti geisla af Ijósi sínu skína að Kfga og verma hrellda sálu þína. Láttu, drottinn, ljósið trúar bjarta lýsa skært í hverju döpru hjarta, láttu um eilífð aldrei, aldrei dvína ást og trú á jólagleði þína. Himna-drottinn, hjálpin eina, sanna, í hæðir til þín leita bænir manna. Veittu hjálp þeim sjúku, særðu, mæddu, sálarstríð og líkamsmeinin græddu. Jón Eiriksson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.