Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 16

Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 16
318 Selma Lagerlöf. Nóv.-Des. legir úlfaldar og báru mikils lil of léttilega drápsklyfj- arnar, sem á þá höfðu verið lagðar. En ekki gat liann þó annað skilið en að þeir væru i raun og veru úlfaldar. Hann sá þá svo greinilega. Hann gat líka séð, að þrír þeir fremstu voru drómedarar, gráir og stroknir; beizlin voru mjög flúruð, kögruð reið- verin, og' á þeim sátu fríðir og tigulegir reiðmenn. Öll lestin nam staðar við brunninn. Drómedararnir lögðust á völlinn í þremur rykkjum, og reiðmennirnir stigu af baki. Úlfaldarnir undir böggunum lögðust ekki, og þegar þeir linöppuðust að, varð af eins og óendanleg þyrping af háum hálsum og kryppum og undarlegu há- fermi. Reiðmennirnir þrír gengu þegar upp til þurrksins og og lieilsuðu lionum með þeim liætti, að þeir lögðu hönd sína á enni og' brjóst. Hann sá, að þeir voru í drifhvitum klæðum og með gríðarstóra vefjarhetti á liöfði. Var þar fest að ofanverðu leiftrandi stjarna, og var blilc hennai eins og hún væri nýsótt til himins. Við komum úr fjarlægu landi, sagði einn hinna ókunnu manna, og biðjum þig að segja okkur, hvort þetta er í raun og veru brunnur vitringanua. — Svo á hann að lieita í dag, sagð þurrkurinn, en á morgun verður hér enginn brunnur framar. Hann verð- ur allur í nótt. — Ég get skilið þetta, úr þvi að ég sé þig hér, sagði maðurinn. En er þetla þá ekki einn af brunnunum helgií, sem aldrei þrýtur? Eða livaðan er nafn hans komið? — Ég veit, að hann er lielgur, sagði þurrkurinn, en livað stoðar það? Vitringarnir þrír eru í Paradís. Ferðamennirnir þrír litu hverir á aðra. — Þekkir þú í raun og veru sögu gamla brunnsins?, spurðu þeir. — Ég þekki sögu allra brunna og linda og lækja og áa, sagði þurrkurinn drembilega. — Veittu okkur þá ánægju að segja okkur hana, báðu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.