Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 20

Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 20
322 Selma Lagerlöf. Nóv.-Des ur konungur, er myndi eignast meira veldi en Kýrus og Alexander. Og þeir sögðu sín á miili: „Vér skulum fara til föður og móður þessa nýfædda barns og segja þeim livað vér höfum séð. Má vera, að þau launi oss með fjár- sjóði eða armbandi úr gulli.“ Þeir gripu göngustafina sína löngu og béldu al’ slað. Þeir gengu gegnum borgina og út um borgarbliðið. En þar stóðu þeir á báðum áttum andartak, því að nú blasti við þeim stóra, þurra unaðslega eyðimörk- in, sem mennina hryllir við. Þá sáu þeir stjörnuna nýju varpa mjórri ljósrák yfir eyðimerkursandinn, og þeir gengu öruggir áfram. Leiðarstjarnan vísaði þeim veginn. Þeir gengu alla nóttina yfir sandflæmið, og á göng- unni töluðu þeir stöðugt um unga, nýfædda konunginn, sem þeir myndu finna sofandi í gúllvöggu og í leilc að gimsteinum. Þeir styttu sér stundir næturinnar með þvi að ræða um það, hvernig þeir skyldu ganga fram fyrir föður hans, konunginn, og móður lians, drottninguna, og segja þeim, að himininn boðaði syni þeirra til lianda mátt og vald og fegurð og farsæld, meiri en Salómons. Þeim fanst mjög um, að Guð skjddi hafa kallað þá til þess að lila stjörnuna. Þeir gjörðu sér i hugarlund, að foreldrar nýfædda barnsins gætu ekki launað þeim með minna en tuttugu gullsjóðum; ef til vill myndu þeir jafnvel gefa þeim svo mikið, að þeir þyrftu ekki framar að kenna á kvöl fátæktarinnar. Ég lá í leyni í eyðimörkinni eins og ljón, sagði þurrk- urinn, og bjóst til að stökkva á þessa förumenn og búa þeim allar kvalir þorstans. En þeir komust undan mér. Stjarnan vísaði þeim veg alla nóttina, og' í morgunsár- inu, er himininn birti og bliknuðu hinar stjörnurnar, þá varð hún ein eftir og ljómaði yfir eyðimörkinni, unz hún hafði leitt þá til vinjar, þar sem þeir fundu upp- sprettulind og ávaxtatré. Þar hvíldu þeir sig' allan dag- inn, en fyrst um kvöldið, er þeir litu aftur geislastaf

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.