Kirkjuritið - 01.12.1943, Síða 31

Kirkjuritið - 01.12.1943, Síða 31
Kirkjuritið. Konungur Passíusálmanna. 333 Vil ég nú laka tækifærið og' biðja uni slíka dóma. En til þess að þeir verði að gagni, verða þeir að vera allir í sama formi. Menn verða, að öllu athuguðu, að gel'a hverjum sálmi einkunn eða flokka þá eftir gæðum. Hefi ég hagað því svo, að flokkarnir eru 10, þ. e. f.rá 1 lil 10. Flokkur 1 þýðir þó ekki, að sá sálmur, sem þá einkunn fær, sé lélegur eða þannig, að fyrir hann sé gefin al- menna einkunnin 1, heldur aðeins það, að lesandanum þyki hann minnstur að gildi af Passíusálmunum. Sá, sem heztur þætti, fær svo 10, og milli þeirra er öllum sálmunum raðað. Er hezt að skrifa tölurnar 1—10 á l)lað, liverja fyrir neðan aðra, og setja svo sálmana í línuna á eftir hverri tölu eftir því, sem mönnum finnst um þá. Þetla verður að endurtaka aftur og aftur, og' færa til, þar til lesandinn þykist hafa gert málið upp eins vel og hann getur. Vitanlega lenda margir sálmar í sama flokki. Það geta verið nokkrir sálmar, sem lesandanum þykir minnst til koma og lenda þvi í flokki 1, og sömuleiðis geta fleiri sáhnar en einn lent i efsta flokki. Mín reynsla vár sú við þessa flokkun, að mér hætti mjög við að liafa inarga í hærri flokkunum. Ósjálfrátt var ég að meta þá eftir gildi þeirra almennt, en gætli þess ekki nógu vel, að ég átli að hera þá saman hvern við annan, en ekki við sáhna almennt. Það er svo erfitt að setja nokkurn Passíusálminn í „lægsta flokk“. En málið horfir öðruvisi við, þegar þess er gætt, að eingöngu er um samanhurð á þeim sjálfum að ræða. Mér væri mikil þökk að því, ef góðir menn vildu senda mér slíka flokkun á Passíusálmunum. Nöfn verða að vera með, en engin nöfn verða nefnd, þó að þessi flokkun yrði notuð. Hún er gerð eingöngu til þess að sjá, hvort allsherjardómur er til í þessu máli. Og það er ég' sann- færður um, að fáa mun iðra, þó að þeir leggi mikla vinnu í það, að kveða upp slíkan dóm, lesi Passíusálmana aft- ur og aftur með þetta fyrir augum. Mér er nær að hakla, að jafnvel þeir, sem eru vel kunnugir Passíusálmunum,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.