Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 38
340
Magnús Jónsson.
Nóv.-Des.
Höndin þín drottinn lilífi mér,
þá lieims ég aðstoð missi;
en nœr sem þú mig hirtir hér,
hönd þína’ eg glaður kyssi.
Dauðans stríð aí' þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja;
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun eg svo glaður deyja.
Minn Jesú, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta’ eg' geymi;
sé það og líka siðast mitt,
þá sofna’ eg hurt úr heimi.
ÞaÖ er alveg óhætt að prenta þessi vers og hafa þau
yfir, þó að allur þorri manna kunni þau. Þau eru sígild,
sítöfrandi og' snerta strengi lijartáns því næmar, sem
þau fá að gera það oflar.
Mann langar lil að segja, einnig um þau með Matthí-
asi: Hér verðum við að sleppa öllum samanhurði. Ég
hefi aldrei heyrt þau sungin við neitt tækifæri eða innan
um neitt annað svo fagurt og stórfenglegt, að þau hafi
ekki borið af með sinni dæmalausu tign og sínum iteilag'a
einfaldleika.
Og svo er það loks sálmurinn: Að kvöldi Júðar
frá’ ég færi.
Mattliías Jocliumsson kallar þennan sálm „hinn staka
andríkissálm“. Og Grimur Thomsen telur liann, auk
sálmsins „Allt eins og blóiristið eina“, „máske hans
fagrasta sálm“.
Enn yrkir Hallgrímur hér með nýjum liætti, og beitir
þó enn sömu aðferð. Hér er á ferðinni skáld, sem lcann
að fara með tækin. Þessi sálmur getur verið ortur þann-
ig, að 1—2—3 vers séu gerð í einu, þvi að myndirnar,
sem liann bregður upp, eru algerlega sjálfstæðar og hvei
annari óháðar, eins og perlur, sem eru sóttar sín í hvert
skiptið. En hér er ekki um áfanga að ræða eins og í 25.