Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 43

Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 43
KirkjuritiS. Vinarkveðjur vestan um haf. Heimþrá. Það rifjast upp svo marprt frá reynslu minni. í rótum hjartans þráin lifir inni, svo ósjálfrátt ég er til baka borin, hvar barn ég var og átti fyrstu sporin. Þar móðurbrjóstið þyrstar varir vætti, hún varir lengst í mínum andardrætti. í hennar hönd ég þekkti ást og aga, ég elska það að minnast þeirra daga. En oft ég spyr, hví varð það svo að vera, ég varla skil, hvað kunni til þess bera. Ég blygðast mín hér aldur minn að ala, við einan Guð um þetta vil ég tala. Ef velur hann mér veginn heim til baka og veitir mér við gleði þeirri taka, mig styðji Guð um fornar slóðir fjalla, nú finnst mér íslands bergmál til mín kalla. Minn vonarlundur orku klæðist aftur, þann andans búning gef mér drottins kraftur. Ei deyr það blóm, sem Guð í hjarta geymir, það grær mót sól og handleiðsluna dreymir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.