Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 56
1358
Sigurður Pálsson:
Nóv.-Des.
Nú kemur niönnum sjálfsagt til hugar, að ríkisvaldið
eigi að veita fé þar lil og' standa fyrir framkvæindum öll-
uni. Þetta mál lieggur svo nærri sóma aljjjóðar, að óhugs-
andi er annað en rikið leggi fram nokkurt fé l. d. lil vega-
gerðar lieim á staðinn, til endurbyggingar dómkirkju og
hiskupsbústaðar. En þar þarf miklu meira til og vafa-
samt, livernig ríkisvaldið á hverjum tíma lítur á þau mál.
Eins og nú stánda sakir, er ríkisvaldið í höndum þeirra
manna, sem kjörnir eru af pólitískum þjóðarvilja, en eng-
inn nútímamaður getur verið bjartsýnn á menningargildi
hins pólitíska vilja. Því liggur í augum uppi, að sú skvlda
að endurreisa Skálholtsstað hvílir engu síður á herðum
þeirra einstaklinga þjóðarinnar, sem unna kirkjulegri og
sögulegri menningu hennar, heldur en ríkisvaldsins sjálfs.
Því væri eðlilegl og æskilegt, að rikisvaldið afhenli bisk-
upi fyrir kirkjunnar hönd eignar- og mnráðarétt yl'ir þessu
fyrsta óðali kirkju vorrar með því fjárframlagi, sem
sóma þess er samboðið.
Öllum þeim, sem unna kirkju vorri og óska þess, að
hún í framtíðinni megi verða þjóðinni til þeirrar blessun-
ar. sem liún í fortíðinni hefir verið, ber skylda til þess að
leggja fram sínar persónulegu fórnir til þessa mikla
menningarmáls. Sama gildir um alla þá, er meta kunna og
virða sögu hennar.
í Hungurvöku er svo að orði komizt um Skálholtsdóm-
kirkju, að hún megi „at réttu kallast andlig móðir allra
annarra vígðra húsa á íslandi“.
Þegar vér lesum þessi orð, blasir við oss enn stærri
sýn, því að hvar sem prestleg blessun er veitt á landi voru,
má rekja feril hins andlega valds til að veita liana til þessa
sama helga staðar, gegnum hina prestlegu vigsluröð.
Þannig verður sérhver skírður Islendingur andlegur
sonur Skálholtsdómkirkju.
Það hefir ])ótt öllum góðum mönnum hinn mesti ó-
sómi að vanrækja móður sína, og það því fremur, sem
hún er ágætari. íslendingar hafa nú gert sig seka um þenn-