Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 7

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 7
KirkjuritiÖ. Nýr áfangi. Dimmt er í lofti og drungaleg él, dapurt á farmannavegi. Nú berst ég um hafið msð bilaða vél á brotnu og áralausu fleyi. Og báturinn sogast í brimlöðrið inn, og bylgjurnar ógnandi gína. Nú finnst mér sem þróttur og manndómur minn og máttur sé allur að dvína. Þctt leiðin sé vandfær með vanmáttarkennd, er vonin og trúin í stafni. Ég öruggur snnþá við stjórnvölinn stend og stýri í frelsarans nafni. Ég hugði, á boðunum biði mín strand og brátt mundi leiðin á enda, en innst út við sæflötinn eygi ég nú land, þar ætla ég ferjunni að lenda. Og brimólgu lægir, nú klappar á kinn kærleikans vorgolan hlýja, og byrinn er ljúfur, og báturinn minn nú brunar að landinu nýja. Og leið er á enda. Með fögnuð ég fer mitt framtíðarlandið að byggja, því bárurnar háreistu, brimrót og sker að baki mér alstaðar liggja. Ég siglt hsfi lengi um svalkalda dröfn, og sízt hefir dugað að kvarta. Nú lendi eg að síðustu hólpinn í höfn á hamingjulandinu bjarta. Jón Eiríksson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.