Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 9

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 9
Kirkjuritið. Uppstigning. 3 II. Atburðurinn gerist um hásumar í fagurri skógarhlið. Sól skín i heiði, og blikar á vængi óteljandi spörva, sem fljúga grein af grein og' sá hvorki né uppskera. Milli trjánna brosa rauðar vallarliljur og önnur blóm, mynd þess, sem hreint er og fagurt. I vestri ljómar gullið musterisþak yfir borgarhús og stræti eins og sólroðinn jökultindur. Opin rjóður eru hér og þar milli silfur- litra olíuviðarlunda. Inni í einu þeirra er samankom- inn fámennur söfnuður og yfir honum einhver ódáins- birta, eins og bimneskt endurskin frá einum í miðjum flokkinum ummvndi allt. Allir mæna á liann hugfangn- ir. „Herra“, spyrja þeir, „ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið handa ísrael?“ En hann svarar: „Ekki er það vðar að vita tíma eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs síns valdi“. Faðirinn veit það einn, hvenær ríkið kemur með krafti. „En þér munuð öðlast kraft“, segir hann, „er heilagur andi kemur yfir yður, og þér mun- uð verða vottar mínir bæði í Jerúsalem og í allri Júdeu og Samaríu og til yztu endimarka jarðarinnar“ Þegar hann liefir þetta mælt, lyftir hann höndum og blessar þá. Það er sem himinn og jörð sameinist, og við það b.verfur hinn upprisni þeim sýnum. „Ský nam hann frá augum þeirra". En livergi bregður þó fölva á. Fugl- arnir syngja glatt, blómin anga. Sólin skin á andlits- drætti, markaða djúpum fögnuði og friði. Ljómi staf- ar úr augum, sem aldrei devr. Þeir liorfa til himins. Samfélagið varir. Meistarinn er og verður með læri- sveinum sínum alla daga, visar þeim veginn hærra, hærra. Og postularnir hefja þegar gönguna upp á við. III. En nú? Hvað liður uppstigningu okkar? Hvert stefn- ir mannkvnið? Vegirnir eru aðeins tveir, til lífs eða glötunar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.