Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 12

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 12
6 Ásinundur Guðmundsson: Jan.-Febr. sem sáð hefir sólkerfum um. biljónir vetrarbrauta og vakir þó yfir því, sem er allra smæst. Óendanlegir eru heimar hans inn á við og út á við. Hann lætur græna nálina teygjast upp til ljóss. og vls og hallast aftur að moldu -— og gullinakur hans um himna himnanna ris og hrynur sleginn tímans ljá. Hann lætur kynslóðir koma og fara. Hann lætur barnsaugu horfa undrandi við dásemdum þessarar veraldar og lokar þreyttri brá öldungsins. Frá vöggu til grafar er hann hinn huldi andardráttur og hjartaslög lífs okkar, vefur okkur l'öð- urfaðmi alltaf, livort sem við vitum það, eða vilum ekki, þekkir okkur einn og skilur miklu betur en við sjálf. Voldug hönd hans stýrir lífi hvers einstaks og lífi allra að því marki, sem kærleiki hans almætti og alvizka setur. Ljós lians ljómar þessari jörð í ásjónu sonar hans, Jesú Ivrists, bjartur geislastafur bendir villtum þjóðum á vonina einu, Guðs ríkið fyrirheitna. Hvenær munu þær erfa það? Hvenær kemur fylling tímans? j Það er ekki mannanna að vita. Að vísu ræður val- frelsi þeirra miklu. Þeir geta um sinn spyrnt á móti broddunum. En allt er það i hendi Guðs. Það veit fað- irinn einn. Þann tíma og tíðir hefir faðirinn sett af sjálfs síns valdi. Svar Jesús verður enn Iiið sama og forð- um. Og hann bætir við: „Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður“. V. Þetta er það, sem mestu varðar. Svo framarlega sem við viljum af alliug vera lærisveinar Krists, vera í hinni sönnu kirkju hans um löndin, þá erfum við einnig þetta fyrirheiti og getum með nýju ári tekið stefnuna hærra og hærra í krafti heilags anda. Postularnir reyndu það þegar eftir uppstigninguna, að andinn lieilagi var andi Jesú Krists í sálum þeirra, guðlegt líf hans, er gæddi þá sigurmætti. Og lærisveinar hans á öllum öldum síð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.