Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 15

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 15
Kirkjuritið. Uppstigning. 9 orða hans: Reistu steininn, og þú munnt finna mig þar, kljúfðu viðinn, og eg er þar. VII. Við þurfum einnig að vinna saman að eflingu kristni- lífsins með þjóð okkar. Undir því er framtíðarheill ís- lands komin. Við fögnum öll sjálfstæði íslands, þótt það sé að vísu í sumu, enn, meira á orði en borði. Og við er- Um ráðin í því að halda áfram sjálfstæðisbraut. í þeim efnum er mikilsverð nýsköpunin svo nefnda til styrk- ingar atvinnuvegunum. Meira þó verð menntun þjóð- arinnar í ýmsum greinum, andlegum og verklegum. En niestu varðar þroski þjóðarinnar i siðgæði og trú. Hann er öruggust sjálfstæðisvörn hverri þjóð. ísland neytir nú ekki lengur fjarstöðu sinnar. Það er í nábýli við stórveldi i austri og vestri. Svo var það forðum um Gyðingaland, og þar hófust flokkadrættir um það, við hvort stórveldið ætti að styðjast, og' menn settu traust sitt til hesta og' vagna og riddara, er kæniu til hjálpar á hættutímum. En spámennirnir miklu réðu til þess að Ijá einskis fangstaðar á landi né þjóð. Og einn þeirra mælti einhver spaklegustu orðin, sem nokkur stjórn- vitringur liefir talað: „Ef þér trúið eigi, munið þér eigi fá staðizt“. Jákvætt boða þau: Ef þér trúið, munuð þér standast. Það er þetta, sem íslenzka þjóðin þarf að gjöra sér ljóst, er hún hefur göngu nýtt ár undir fána sjálf- stæðisins. Án siðgæðis ekkert sjálfstæði. Og æðst sið- gæði, manndómur og fórnarvilji, er runnið af krist- inni trú. Uppspretta sjálfstæðisins verður að vera í dýpstum skilningi lind lífsins sjálfs — Guð. Við erum nálega allir íslendingar skírðir til kristinnar trúar og fermdir, ef okkur er það alvara en ekki nafnið tómt — ef við trúum, treystum Guði ótakmarkað og skil- yrðislaust, þá eigum við innra með oss sjálfstæðis- verndina, sem aldrei hregzt. I^g ætla ekki að flytja neinn reiðilestur um þjóðarspillingu, eða hugsjónafá-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.