Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 16
10
Ásmundur Guðmundsson:
Jan.-Febr.
tækt, en það er ekki of mælt, að mest nauðsyn alls fyrir
þjóðina er uppstigning til siðgæðis og trúar.
Þeir, sem vilja vinna einbeitt starf í þá átt meðal
þeirra, sem láta sig kristni og kirkju litlu eða engu
skipta, og leitast við að vera vottar Krists með þeim
liætti á Islandi, verða að vera samhuga og samtaka,
víðsýnir og umburðarlyndir og bera virðingu fyrir trú-
arskoðunum hverir annara, þótt þær séu ekki steyptar
i sama mót. Hitt er mjög hættulegt og ósigurvænt, ef
’einhverir telja sig eina trúaða og aðra eins og lieið-
ingja og tollheimtumenn, er aðhyllast ekki trúfræði-
skýringar þeirra, og slá sifellt á framrétta hróðurhönd
til samstarfs. Guð hefir sjálfur látið auðlegð og fjöl-
breytni trúarlífsins vera óendanlega mikla, svo að aldrei
er trú tveggja manna nákvæmlega eins. Og Kristur leit
á hjartalag og verk lærisveina sinna, en flokkaði þá
ekki eftir varajátningum. „Allir eiga þeir að vera eitt“,
sagði hann — eitt í hlýðni við vilja föður þeirra á himn-
um. Þannig starfaði flokkurinn á Olíufjallinu síðar í
ættlandi sínu. Og' þannig eiga kristnir menn að starfa
á Islandi á komandi tímum.
VIII.
.Tá, og um heim allan til yztu endimarka jarðarinnar.
Starfið að einingu með kirkjudeildunum verður nú aft-
ur hafið og mun glæðast mjög við það, hve vegalengd-
anna um hnöttinn gætir sífellt minna. Kirkjan á íslandi
verður að gerast þátt-takandi í því starfi, þótt hún sé
fáliðuð. Kristnin ein getur hjargað veröldinni, kristni,
sem sameinar krafta kristinna manna um víða veröld.
„Allt, sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skul-
uð þér og þeim gjöra“ eru grundvallarlögin, sem setja
þarf með öllum þjóðum til varnar því, að stríð gjósi
upp á ný. Og kærleiksboðskapur Ivrists, auðsýndur í
verki, verður að græða sár mannkynsins og forða milj-
ónunum frá hungurdauða. Islendingar verða að leggja