Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 26

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 26
20 Benjamín Kristjánsson: Jan.-Febr. þeim í lilut. Og loks er hinu valdagráðuga mannkyni fenginn í hendur sá blossandi reiðisproti, sem afmáð getur heilar borgir í einu vetfangi, drepið milljónir manna á andartaki og lagt heil lönd i auðn, svo að þar spretti ekki gras úr jörðu um ókomnar aldir. Hvað megnar kirkja Krists í slíkri veröld? Hrynur hún ekki eins og spilaborg, liverfur eins og draumur í hamförum þeirra náttúrukrafta, sem mennirnir hafa lært að nota til að afmá liver annan með? Mun skap- arinn ekki láta mennina farast í syndum sínum, fleygja þeim i glatkistuna sem ónýtum efniviði, líkt og gerl hefir verið við ýms fornaldarskrímsl, sem átu hvert annað upp til agna, fyrir órófi alda? Þannig læðast spurningarnar að oss, er vér horfum óhuldum augum á rás atburðanna, og sjáum að veröld- in, sem fellur í erfðalilut ofheldisins, verður annaðhvort sviðin eyðimörk, eða fullkomin glötun alls lífs. III. Að Vonum liafa margir trúmenn verið hölsýnir frá upphafi vega, þegar um er að ræða hjálpræði mann- kynsins. Jafnvel Kristur sagði, að glötunarvegurinn væri hreiður og margir þeir, sem færu hann. En þröngt væri hliðið og mjór vegurinn, sem til lífsins læg'i. Meðan þroski sálnanna er lítill, verður þeim villigjarnt í frum- skóguin sjálfselsku sinnar, og erfðasynd þeirra hvata, sem moldinni heyra til, verður þeim fjötur um fót. Hvernig má sönglist hinna himnesku veralda ná lilust- um þeirra, sem aldrei þráðu himneska veröld, aldrei þekktu hana, né væntu hennar? Það er langrar stundar verk fyrir skaparann að hlása lifandi anda í nasir manns- ins og gera hann að vitsmuna veru og setja á hann guð- dómlegt svipmót. Til þess þarf maðurinn að ganga gegnum margar þrengingar, læra af liöppum sínum og glöppum, sigrum og ósigrum og vitkast af lífsbaráttunni. En jafnvel þetta er ekki nóg. Spámenn og spekinga

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.