Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 36

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 36
30 Jan.-Febr. Þú hugðir sérhvern vera vin, sem við þér hló í bragði, en varðist ei, hve veröldin sín vélabrögðin lagði, og hæfir oft í hjarta þann, sem hjarta falslaust gefa vann. Þeir hljóta stundum grimmleg gjöld, sem glaðir heiman fóru. Með rofna brynju, skarðan skjöld og skakkaföllin stóru. Þeir koma heim úr lífsins leik, með lamað fjör og sárin bleik. Þú gekkst að heiman verks á vit f víngarðinum kæra. En þá var brugðið björtum lit, á burtu sólin skæra og hríðarkólga um höf og lönd og heljargnýr við dimma strönd. En skal það hamla helgri dáð á hátíð ársins nýja að boða Drottins dýrð og náð, þó dragi upp bliku skýja og drynji hátt í heljargrind og hljóði feigð í döprum yind? Á einum Guði er allt vort traust, hann er vort hæli og styrkur um vetrarhjarnið vegalaust, um voðans slysamyrkur, . um ófærunnar einstig hál, um æfidagsins frost og bál.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.