Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 37
Kirkjuritið.
31
í Drottins nafni áfram enn
og óttalausir verum,
með nýju ári nýir menn
í nálægð Guðs vér erum
við yzta haf, við heljarþröm
er Herrans miskunn jöfn og söm!
Svo gekkst þú einn á Guðs þíns fund,
en græðisöldur sungu
þinn dánaróð um drang og sund
með dauðagrimmri tungu.
Þá hcfst þér önnur hátíð ný
í himni Drottins bak við ský.
Ef aldrei þrýtur afl né hug
á ófæruna að sækja,
oft hrapa þeir um hengiflug,
sem Herrans köllun rækja,
og liggja þar með lamin bein
og lemstrað hold við fjörustein.
En hann, sem öll vor telur tár
við tregans djúpið svarta,
mun græða öll þau svöðusár
við sinnar náðar hjarta
og leggja sína líknarhönd
á lamið hold og þjáða önd.
Þó blási kalt um lönd og lýð,
þín líkn er ávallt nærri,
sem huggar oss á hverri tíð
með huggun ennþá stærri:
Hún líður brátt hin langa nótt,
þá ljómar önnur dagsbrún skjótt.
Skólabróðir.