Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 38

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 38
Jan.-Febr. Frú Anna Grímsdóttir Kvaran. F. 6. sept. 1890. D. 7. nóv. 1944. Frá fyrstu kynnum mínum við séra Trýggva H. Kvaran á Mælifelli eru mér enn minnisstæð orð, er hann lét falla í samtali okkar á milli, og man ég nú ekki lengur til- drög þeirra. „Ég vildi aðeins óska þér þess“, sagði hann, „að þegar þú giftir þig, þá eign- ist þú eins góða konu og ég á“. Þessi orð urðu mér mjög hugstæð, þegar ég kynntist konu lians nokkrum árum síðar. Frú Anna á Mælifelli var góð kona og svo vinsæl, að með afbrigð- um má telja. Fæstir munu þó hafa komizt að raun um mannkosti hennar við fyrstu kynni. Hún var þá venju- lega þurr á manninn og fáskiptin og óþægilega hrein- skilin stundum. Minnist ég þess, að ég heyrði eitt sinn tvær ungar stúlkur úr Reykjavík segja frá komu sinni að Mælifelli. Presturinn var ekki heima, svo að þær báru upp erindi sin fyrir húsfreyju. Þær þurftu að fá lánaða liesla. Fannst þeim mjög dauft í það tekið og fóru að tala um það sín á milli inni í stofu, að þeim lit- ist frúin ekki líkleg' til greiðasemi. Urðu þær því ekki lítið hissa, er þær heyrðu á tal hennar í næsta herbergi,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.