Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 46

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 46
40 Eitt veit ég. Jan.-Febr. ustu bænheyrslu og trúnarreynslustundir sínar sem fullkomið einkamál sitt við Guð.“------- Á þessa leið mælti merkur maður við mig nýlega. — Vera má raunar, að hann hafi ekki sagt: „sem var á hækjunum“, en mig minnir það, af því að Gísli frá Hjalla hefir verið kallaður á Elli- heimilinu: „Gísli á hækjunum“, til að aðgreina hann frá öðrum Gíslum á heimilinu. Ég skildi vel fyrrgreind ummæli. Satt bezt að segja, hefir mér þótt nóg um blaðaskrifin um breytinguna, sem orðin er á heilsu- fari Gísla frá Hjalla. Ég hefi ekki búizt við, að þau mundu snúa mörgum til lifandi trúar. En hitt hefi ég óttazt, að þau yrðu Gísla sjálfum til ógæfu. Það er oftast erfitt að gæta sannrar auð- mýktar, þegar alþjóðareftirtekt beinist snögglega að manni, sem fáir tóku eftir áður. Og þegar gestir koma í hundraðatali á fáin vikum og spyrja manninn, „sem nýlega var heill orðinn“, sömu spurninganna, þá gengur það kraftaverki næst í mínum augum, ef hann þolir alla þá áreynzlu. — „Gestirnir síðan 7. október eru orðnir yfir 700, og börn þó ótalin“, segir Gísli. Mér virðist Gísli hafa þolað allan gestaganginn furðanlega vel, og veit, að hann biður um, að auðmýkt sín hverfi ekki. Þess vegna hefi ég ekki skorazt undan að skrifa um hann nokkur orð í Iíirkjuritið. Almennu blöðin hafa lýst svo rækilega þessu „undri á Elli- heimilinu" í Reykjavík, að ég tel óþarft að fara að endurtaka þær lýsingar hér. Ég hefi ekki orðið var við neinar missagnir í þeim. En vitanlega get ég ekki borið um þau atriði, sem Gísli veit einn um, eins og t. d. um sýnir hans. — Hinsvegar get ég borið um það, sem hér segir: . Hann hefir nú fullan mátt í höndunum og gengur staflaus um heimilið, er samt dálítið haltur, enda er annar fótur hans styttri en hinn eftir margar læknisaðgerðir. Hann fer hjálparlaust í bað, en áður þurftu 2 eða 3 stúlkur að hjálpa honum í baðkerið og upp úr því aftur. Fétasárið er horfið. Það var hann með er hann kom á Elliheimilið fyrir 13 árum. — Oft hafðist það svo illa við, að kvartað var um ódaun af því. — Sjón hans er miklu betri en áður. Nú les hann gleraugnalaust, en hafði áður gengið lengi með gleraugu. — Og það sem bezt er: Hann er breyttur maður í viðmóti og allri umgengni. „Þessi bati hans hefir auðvitað verið að smákoma“, býst ég við að sumir segi. Um það þrátta ég ekki. En hitt veit ég, að heimilisfólkinu var alveg ókunnugt um nokkrar „hægfara framfarir“, — að síðast- nefnda atriðinu fráteknu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.