Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 50

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 50
44 Frú Elísabet Jónsdóttir. Jan.-Febr. Það var vorhugurinn, sem einkenndi séra Kjartan framar flestu öðru. Um dimmar dyr dauðans liggur leið hans og vor allra heim í vorið. Sigurgeir Sigurðsson. (KirkjublaSiS). Frú Elísabet Jónsdóttir írá Grenjaðarstað. F. 1. jan. 1869. D. 13. apríl 1945. Á viðreisnartíma, við hafið bjart og blátt, er blikar við sólu og rís á öldum hátt, þú fæddist til heilla — að heiman gerð í för með hugsjón til lista og töfrabros á vör. Við fjörusand bláan og Flóans grænu voð þú fagnaðir draumsjón og namst in háu boð. Þar Hekla rís í norður með hárra fjalla vörð. þú hófst þína göngu á morgunbjhrtri jörð. Þar hafblikið seiddi við heitan röðul-koss, þú hlýddir, úr norðri er kvað inn gullni foss, og dafnaðir heilluð við elfarinnar ós, þar ax prýðir melstöng og breiðist eyrarrós. Af skáldrænu geði var skoðuð lífsins mynd frá skýbakka í hafi að sólu roðnum tind og hlustað á óma, þar heyrði svan og þröst, og harpa stormsins knúðist við suðurstrandarröst.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.