Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 62
Jan.-Febr.
Grundvöllur friðar er kærleikurinn.
Er nú fullkominn friður fenginn? Getum við í alvöru
talað um frið í Evrópu? Hefir kærleikurinn fest rætur
í Evrópu? Fyr getum við ekki fagnað fullkömnum friði
en mennirnir elska liver annan. En friður sá, sem okk-
ur hefir verið boðaður, er ennþá vopnaður friður.
Sumstaðar er hann samningsbundinn. Enn er hnefa-
rétturinn víða talinn réttlátari en elskan lil náungans,
herstyrkurinn öflugri kærleikanum. Samt hljótum við
að fagna því, sem áunnizt hefir, en við getum ekki fagn-
að fullkomnum friði — slíkt væri hræsni. En sá friður,
sem fenginn er, getur fært okkur skrefi nær hinum sanna
friði. — Fögnuður sá, sem varð svo sameiginlegur fjölda
þjóða, hefir bent okkur á það, að í raun og veru erum
við systkin, börn liins sama föður. Við eigum öll sömu,
djúpu þrána — þrá eftir friði og frelsi. Við erum öll
á sömu ferðinni, hörn, sem eiga að leiða Iivert annað.
Um miðja síðustii öld var skozkur kristniboði á ferð
upp með Gangesfljóti. Þar kom hann í horg eina, þar
sem var eitt liið veglegasta musteri Múhameðstrúar-
manna. Inni í því var fagurt hlið, þar sem rituð voru á
arabisk ummæli, sem eignuð voru Jesú. Letrið var þetta,
þýtt á tungu okkar:
Jesús —og friður sé með honum — sagði: „Veröldin
er ekki nema hrú; þér eigið að fara um brúna, en eigi
reisa hústað yðar á henni“. Heimurinn er brú. Líf
okkar er ferð yfir þá brú. Og það er einmitt mikilvægt
fvrir þá sök. Hvert augnablik á að nota vel, meðan ver-
ið er á ferðinni. Hver stund er dýrmæt, því að það, sem
ávinnst á ferðinni, á að flytja inn í eilífðina, sem er
lokamarkið við brúarendann. En sá ávinningur er ekki
fólginn í því, sem jarðneskt er, heldur i þeim þroska,
sem sálin tekur á ferðalaginu. Við þörfnumst leiðsagn-