Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 64

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 64
58 J. Kr. í.: Grundv. Friðar er kærl. Jan.-Febr. sér fljótt eftir hræðslukastið. Ég leiddi hana nú eins og áður. En nú sleppti hún ekki liendi minni. Oft eftir þetta fórum við út, og hún hað þá: „Leiddu mig pahhi. Þú mátt ekki sleppa mér“. Eitt það síðasta, sem ég heyrði hana segja var þetta: „Pahhi, leiddu mig. Slepptil mér ekki.“ Já, hún er dáin, en þessum orðum liennar gleymi ég aldrei. Líf mitt hefir oft fært mér hættur og órósemi, en af ástvininum mínum litla liefi ég lært, að ómögulegt er að komast einn síns liðs þetta líf á enda, ég þurfti æðri og máttugri liönd til að leiða mig, föður- hönd Guðs. í erfiðleikum lífs míns hefi ég heðið með barnslegu trausti: Faðii’, haltu í liönd mér! Faðir, slepptu mér ekki.“ Það er einmitt þetta, sem við mennirnir þörfnumst til þess að finna friðinn, bæði hið innra og ytra. Við þurfum að geta leitað til hans: sem bylgjur getur hundið og hugað stormaher. Því að: Hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Við* innsiglum ekki friðinn með fallbyssum og víg- vélum — heldur' með kærleika til Guðs og manna. — Það er sannur friður. Við þökkum föðurnum fyrir þann frið, sem fenginn er, og hiðjum hann að blessa hann, svo að hann verði sannur friður, grundvallaður á kærleika. Jón Kr. tsfeld.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.