Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 78

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 78
72 Fréttir. Jan-Febr. úr þeim fjötrum, sem nú reyra hana, aö hún þá hefði.meíri áhrif innan þjóðarheildarinnar. Hefjum því merkið og höldum ótrauð út í baráttuna fyrir frelsi kirkjunnar í landi voru. Halldór Hallgrimsson. BÍLDUDALSKIRKJA. er safnaðarkirkja, reist 1906 úr steinsteypu. Hún kom i stað Arnardalskirkju, er lögð var niður með bréfi stjórnarvalda 18. júli 1904. Kirkju þessari hefir yfirleitt verið mjög vel við haldið og á siðastliðnu ári hefir farið fram myndarleg aðgerð á kirkj- unni, og er hún nú hið prýðilegasta guðshús (sjá mynd á kápu). Fréttir. Kapella í Fossvogi. Bygging hennar var hafin í apríl f. á., og er nú aðalsteypu- vinnu lokið. Kirkjugarðsstjórn Reykjavíkur og Bálfarafélag ís- lands hafa unnið saman að framkvæmdum, enda er bálstofa í kapellunni. Húsið er stórt og vandað, og hefir fullri miljón króna þegar verið varið til byggingarinnar. Búizt ér við, að smíðinni verði langt komið á þessu ári. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. varð sjötugur á nýársdag, og voru honum gefnar góðar gjafir þann dag og sýndur margs konar sómi. Hann hefir alla æfi starf- ;;ð af brennandi áhuga að kristindóms og liknarmálum og starf- ar enn. Hann er maður mjög samvinnuþýður, og fer sívaxandi skilningur hans og bróðurhugur með þeim, sem hafa aðra'- skoðanir í trúmálum en hann sjálfur. Frú Kristín ísleifsdóttir, prófastsekkja frá Stóra-Hrauni, andaðist hér í bænum 21 des. eftir langa vanheilsu. Séra Knútur Arngrímsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, lézt 26. des. Bræðralag, kristiiegt félag stúdenta, eflist meir og meir. Stúdentar úr öðr- um deildum en guðfræðideild hafa gengið i það, og má einnig mikils af þeim vænta. Kirkjuritið kemur út í heftum, 1—2 í senn, alla mánuði ársins r.ema ágúst og sept. Verð innanlands 15 kr. í Vesturheimi 3 dollarar. Gjalddagi 1. apr. Afgreiðslu og innheimtu annasl ung- frú Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 144, simi 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.