Kirkjuritið - 01.12.1946, Qupperneq 12
Nóv.-Des.
Guðsríki á jörðu.
i.
Það mun þykja djarft að velja grein þessa fyrirsögn,
eins og nú horfir í okkar veröld.
En ég gjöri það samt í trausti til jólaboðskaparins,
því að við hann falla geislar guðsríkis hingað á jörð.
Tjaldinu er svift frá andartak, er englasöngurinn hljóm-
ar:
Dýrð sé Guði í upphæðum,
og friður á jörðu með mönnunum, sem hann liefir
[velþóknun á.
Fvrirheit er gefið um það, að Guðs vilji verði svo á
jörðu sem á himni. Það er þetta, sem lætur jólin verða
að jólum. Frelsarinn mun breyta jörð víga, hungurs og
iiarma í Guðs ríki, láta friðarsól rísa og birta fvrir þeim
augum, er liafa verið mvrkvuð tárum.
II.
Boðskapur kirkjunnar um Guðs ríki hefir oft á liðn-
um öldum verið einhliða og rangur. Hún hefir kennt
það, að það mundi fyrst koma liingað á jörð í lok ald-
anna við endurkomu Krists. Jörðin sé synda og eymda
dalur, sem eigi sér enga viðreisnar von fyr en ríkið stigi
niður þangað af himni. Hitt hefir ósjaldan gleymzt, sem
er aðalatriðið, að mennirnir eiga að gjöra allt, sem í
þeirra valdi stendur, í krafti Krists og kristindóms-
ins, til þess að hæta siðferði einstaklingslífsins og
félagslífsins og þjóðlífsins og viðskiftalífsins með
þá hugsjón fyrir augum, að guðsríkið verði að veruleika
á jörðu. Silningurinn hefir daprazt á því, að Kristur
boðaði ekki aðeins, að guðsrikið væri i nánd, heldur