Kirkjuritið - 01.12.1946, Qupperneq 17
Kirkjuritið.
Guðsríki á jörðu.
311
Nýlega ltefir Sir Stafford Cripps ritað bækling um
þessi mál af brennandi ábuga. Hann leggur áherzlu á
að engum megi fallast hendur, þótt hann sé veikur og
kraftasmár. Æfinlega sé munur að mannsliði. í því
sambandi segir hann frá för sinni til Kína um Birma-
hrautina. Hún er eitt af mestu mannvirkjum veraldar-
inar og mun að ýmsu valda aldahvörfum í menningu
og sögu Mið-Asíu og gjörbreyta lifnaðarháttunum. En
hverju er það að þakka, að þetta verlc var unnið —
þessari dásamlegu hugsjón hrundið í framkvæmd?
Margar miljónir karla og kvenna og barna báru að
dag eftir dag af frábærri þrautseigju dálitlar körfur
með ofaniburði og helltu á sinn stað. Ef allir hefðu
liugsað: „Það muar ekkerl um litlu körfuna mina“, og
látið staðar numið við það, þá befði þessi volduga
braut um ókleifa bamra og hengiflug og gínandi gljúf-
ur aldrei orðið til.
Hið sama gildir fyrir sitt lejdi um guðsrikisstarfið.
VII.
Guðsríkisstarfið verður að byggjast á þeirri megin-
bugsjón kristindómsins, að allir menn séu bræður og'
systur og jafnir fyrir Guði og hann iiafi ætlað þeim
hverjum um sig sitt verk; enginn megi án annars vera,
og slandi þeir í þakkarskuld Iiver við annan. Ekkert
annað getur endurvakið vinnugleðina, sem nú hefir
fjarað út hjá fjölda manns, af því að þeir telja starfið
aðeins meðal til að afla tekna. Á iiæfileikum manna
og dugnaði er auðvitað mikill munur, og þeir, sem fær-
astir eru, eiga að hafa stjórn og forustu með höndum.
En þeir mega ekki líta smáum augum á hina fyrir því,
heldur eins og hræður sína og jafningja fyrir Guði.
Sá jöfnuður þarf að ríkja með börnum Guðs, að
hvorki auður né stétt skapi neinum forréttindi, heldur
að allir eigi kost á að komast til þeirrar menntunar og
þroska, sem þeir þarfnast til að njóta sín í lifinu.