Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 20

Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 20
Nóv.-Des. Nýir heiðursdoktorar í guðfræði. Á háskólahátíSinni 1. vetrardag var lýst doktorskjöri þeirra dr. Arne Möller skólastjóra í Haderslev og séra Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdarstjóra K.F.U.M. í Reykjavík, með þessum formála: Dr. Arne Möller hefir lagt veigamikinn skerf til rann- sókna á kristilegum bókmenntum íslands með ritum sinum um íslenzkan sálmakveðskap frá uppliafi og um Hallgrím Pétursson og Passíusálma hans og um Jón Vída- lín og postillu lians. Eru rannsóknir hans og niðurstöð- ur með þeim ágætum, að jafnan mun vterða tekið tillit lil þeirra og meira og minna á þeim byggt. Vill guðfræðis- deildin þakka það með hæsta lieiðri, sem hún ræður }7fir. Séra Friðrik Friðriksson liefir um meir en aldar- helming helgað Guðs kristni alla krafta sína með fórn- fúsum og frábærum hætti, sem kunnur er alþjóð á ís- landi. Hann er i senn: Æskulýðsleiðtogi af Guðs náð, ágætur ritliöfundur og sálmaskáld, svo að nafn lians mun verða ógleymanlegt í kirkjusögu Islands. Hann er einnig mjög vel lærður maður og hefir hvarvetna með störfum síum og framkomu allri erlendis aukið hróður þjóðar vorrar. Fyrir þvi vill guðfræðisdeildin votta lion- um virðingu sina og þökk með mesta iieiðri, sem hún ræður yfir. Dr. Friðrik Friðriksson var viðstaddur og mælti nokkur þakkarorð á latínu, er dr. Ólafur Lárusson, rektor Háskólans, hafði afhent honum doktorsskjal og doktorshring. Má telja vel fallið, að þau orð geymist i Kirkjuritinu:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.