Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 31

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 31
Kirkjuritið. Um þýðingu Guðbrandarbiblíu. . 325 minnsta kosti oft leitað til hennar, þegar þeir voru i vafa um, hvernig þeir ætlu að þýða, fyrst þessi biblíu- þýðing — þrátt fvrir samkeppni biblíutexta, sem siða- skiptafrömuðurnir hófu til vegs og virðingar — liefir liaft eins mikil álirif, og raun er á. Það er tvímælalaust hægt með samanburði við frum- textana að komast alllangt í að skipta bókum Garnla testamentisins eftir frumtextum. Slík skipting mun einnig bafa mikla þýðingu við rannsókn á því, bver bef- ir þýtt ýmsar bækur Gamla testamentisins. En slíka rannsókn má einnig gera á annan bátt. Leita má að sérstökum máleinkennum lijá hverjum þýðanda fyrir sig'. í hók Jóns Helgasonar „Málið á Nýja testa- menti Odds GottskáIkssonar“ er nefnt viðskeytið -(n)na aftan við atviksorð, sem enda á -liga, hjá Oddi Gott- skálkssyni og talin upp 40 dæmi um alls 22 þvílík orð í Nýjatestamentisþýðingunni. í Postilla Antonii Corvini í þýðingu Odds eru 105 dæmi um alls 47 orð, í þýðingu Odds af Passio Antonii Corvini eru 7 dæmi um 7 orð, en annars finnst þetta viðskeyti livergi í fyrstu prent- uðu bókum sextándu aldar, sem eru þýddar af öðrum (að undanskilinni Margarita Tbeologica frá 1550, sem ég þó lel líklegt, að Oddur bafi þýtt eða að minnsta kosti verið eittbvað við þýðinguna riðinn). í lok aldar- innar virðist þessi ending vera orðin nokkuð algengari og er sennilega notuð af flestum þýðendum við og við. í „spegli þess synduga“ eftir hinn þekkta ítalska um- bótamann Girolamo Savonarola, sem kom út á íslenzku 1598, ei'U þannig 3 dæmi um 3 orð, í þýðingunni af Passio eftir Lúther og Veit Dietrich frá 1600 eru 29 dæmi um 12 orð, en þessar bækur eru báðar þýddar af Guðmundi Einarssyni rektor á Hólum, síðar presti ó Staðarstað. Þessi ending á -(n)na við atviksorð, sem enda á -liga, í orðum sem t. d. ágætliga(n)na, algjörliga(n)na, ávaxt- arsamliga(n)na, gjörvalliga( n)na, heimugliga(n)na, illskuliga(n)na, klárliga(n)na, sárgrætiliga(n)na, svik-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.