Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 40
331
Nóv.-Des.
hins himneska. Hér á þessum stað, var þjónusta þeirra þökkuð
og, ástvinum þeirra boðuð sú huggun, sem bezt hefir reynzt. Þess-
ir gömlu veggir hafa staðið vörð um gleði og sorg Reykvíkinga
í 150 ár.
En hér er ekki um það eitt að ræða, þótt mikið sé, að um
hálfrar annarrar aldar skeið hefir dómkirkjan verið nátengd
einkalífi borgaranna í þessum bæ, hún hefir einnig verið kirkja
þjóðarinnar. Innan þessara hundrað og fimmtíu ára gömlu veggja
hefir margc gerzt, sem núið er stærstu atburðunum í þjóðlífinu
á þessum tíma. Hingað hafa Alþingismenn komið frá því, er Alþing
var endurreist fyrir rúmum hundrað árum. Héðan var blessun
lýst yfir höfuðáfangana í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hér var
sunginn í fyrsta sinn þjóðsöngurinn, Ó, Guð vors lands, þjóðhá-
hátíðarsumarið 1874, hingað sótti Jón Sigurðsson kirkju, og héð-
an voru bein hans borin upp í kirkjugarðinn, og hér var endur-
reisn lýðveldisins fagnað, sumarið 1944. Þetta gamla hús, sem
vér erum að heiðra í dag, geymir svo margar minningar úr
hundrað og fimmtíu ára sögu þjóðar vorrar, að hér er vissulega
þjóðarhelgidómur. En honum, sem þetta guðshús var vígt, skal
einnig þökkin helguð.