Kirkjuritið - 01.12.1946, Síða 43

Kirkjuritið - 01.12.1946, Síða 43
Kirkjuritið, Sýn Vasils. 337 „Hvar ætli eldivið sé að finna á þessari eyðimörk?“ svaraði \'asil og handlék byssuna enn eins og hirðir stafinn sinn. „Þér er léttur fóturinn", tók Pétur Pasca til máls. „Og svo er nóttin í raun og veru ekkert sérlega dimm“. „Nei, ekkert sérlega dimm vegna snjóbirtunnar“, sagði einhver hinum megin við glæðurnar. „Það er djöfuls nótt, endurtók einn mannanna og stundi við. „Vasil, þér er léttur fóturinn“, hélt Pétur Pasca áfram, og Skurtu gamli, sem hafði verið að berjast við að kveikja sér í vindlingi, leit upp: „Já, já, Þér er léttur fóturinn. Því þá ekki að leita að einhverj- um eldiviði?“ Eg er hér við fangagæzlu“, maldaði Vasil í móinn og skellti saman fótunum, en hélt sér að öðru leyti í sömu skorðum. „Hundur gæti haldið vörð um þá“, hrópaði Skurtu. „Auk þess er það ég, sem segi hér fyrir verkum“. Einhver rak upp hrossahlátur. „Kcrlingin þín mundi verða uppveðruð af vegtyllu þinni“. „Láttu kerlinguna mína í friði‘,‘ hreytti Skurtu út úr sér. „Hún var ung á sínum dögum og ól mér mörg börn, einkum syni“. „Hvar eru þeir?“ Skurtu yppti öxlum og sló út höndum. „Guð einn veit um þetta stríð .... og svo Bokkarnir", bætti hann við hikandi eftir andartaksþögn. „Þeir kunna að berjast", sagði einhver. „Þeir eru frá skollanum sjálfum“, kvað við á ný úr dimmunni. „Ekki stoðar það okkur mikið“, sagði annar. „Nei, en fallbyssurnar þeirra myndu stoða okkur“, sagði Skurtu og glotti við. Honum hafði loks tekizt eftir margar tilraunir að slá eld í rakan vindling. „Heyrið þið jafnvel núna nokkura vitund til þeirra?“ spurði Vasil. „Fari þeir norður og niður“, sögðu nokkrar raddir í einu. Síð- an varð þögn um stund. Það var aðeins þyturinn í vindinum, sem hvein í náttmyrkrinu. „Vasil“, hóf Pétur aftur máls, það var meiri þráinn í hon- um. „Þér er léítur fcturinn, og einhversstaðar hlýtur að vera eldi- viður, og nóttin er ekki svo sérlega dimm ....“ „Ef við finnum ekki eitthvað til eldsneytis, verðum við allir dauðir fyrir morgun“, tók Skurtu undir með honum og kinkaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.